18. fundur 06. febrúar 2018 kl. 13:00 - 15:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Framkvæmdaáætlun 2018

1801031

Langtímaáætlun viðhalds á Laugalandi - drög og Framkvæmdaáætlun 2018.
Heimir Hafsteinsson fór ítarlega yfir framkvæmdaáætlun ársins 2018 en samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 31.5 m til framkvæmda. Einnig voru kynnt drög að langtímaviðhaldsáætlun.

2.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Þóristungur, samningur við Fish partner og aðrar eignir á Holtamannaafrétti
2.1 Þóristungur, samningur við Fish partner

Tillaga um að vinna að langtímaleigusamningi á Þóristungum

Lagt er til að formanni verði falið að vinna að samningi við Fish Partner ehf. um langtímaleigu á Þóristungum sem hafi það markmið að leigutaki endurbæti húsið í samræmi við úttekt frá árinu 2016 og skili því svo að leigutíma loknum til leigutaka uppgerðu eftir ákvæðum samningsins. Samningurinn verði lagður fyrir stjórn til umfjöllunar og staðfestingar fyrir miðjan mars n.k og mun ekki öðlast gildi fyrr en stjórn Húsakynna bs. hefur samþykkt hann og sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps staðfest hann.

Ingvar P. Guðbjörnsson

Greinargerð:
Þessi tillaga er lögð fram í samræmi við umræður á samráðfundi sveitarstjórna nú nýverið þar sem þessi leið var lögð til. Tillagan gengur út á að fela formanni umboð til að ganga til samninga, með öllum eðlilegum fyrirvörum og mun samningur verða að koma aftur fyrir stjórn, að því gefnu að samningar takist á milli aðila. Skal samningurinn miða að því að sett verði upp endurbótaáætlun sem leigutakar þurfi að uppfylla á ákveðnu árabili og skila svo húsinu til leigusala í uppgerðu ástandi. Að öðru leyti þarfnast tillagan ekki útskýringa.

Tillagan borin upp og samþykkt með 1 atkvæði (KÖ sat hjá)

2.2 Aðrar eignir á Holtamannaafrétti
Formaður lagði fram tillögu um að auglýst yrði eftir áhugasömum um að taka gömlu fjallaselin í Hvanngiljum (Hvanngiljahöll) og í Þúfuveri (Gásagustur) á Holtamannaafrétti í fóstur líkt og t.a.m. hefur heppnast vel í Illugaveri.

Tillagan borin upp og samþykkt með 1 atkvæði (KÖ sat hjá)


Yngvi Karl Jónsson kom til fundar

3.Endurskoðun á rekstri Húsakynna bs.

1801003

Minnisblað frá KPMG
Lögð fram minnisblöð frá KPMG varðandi endurskoðun á rekstri Húsakynna bs. Stjórn Húsakynna leggur til að eignum og skuldum byggðasamlagsins verði skipt upp milli sveitarfélaganna en Húsakynni bs haldi áfram utan um rekstur fasteigna í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna. Stjórn Húsakynna leggur einnig til að fasteignasali verði fenginn til að verðmeta íbúðirnar í Giljatanga. Samkvæmt minnisblöðum KPMG voru tvær leiðir til skoðunar. Annars vegar að Rangárþing ytra taki yfir tvær íbúðir en tvær íbúðir verði í sameign sveitarfélaganna og hins vegar að Rangárþing ytra taki yfir þrjár íbúðir og Ásahreppur eina íbúð. Samkvæmt úttekt KPMG verður ekki séð að munur sé á framangreindum valkostum varðandi það að ráðstafanir verði íþyngjandi fyrir sveitarfélögin eða mismuni þeim á nokkurn hátt. Stjórn Húsakynna bs leggur til að sveitarstjórnir taki þessa tvo valkosti til skoðunar og eftir atvikum ákvarði um framhald málsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Önnur mál

1703002

Gólf íþróttahúss
Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að láta gera úttekt á ástandi og viðhaldsþörf gólfsins.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?