Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir. Í upphafi fundar var farið í vettvangsferð um húsnæðið á Laugalandi undir leiðsögn Heimis Hafsteinssonar og helstu viðhaldsframkvæmdir skoðaðar.
1.Verkaskipting og fyrirkomulag í samræmi við samþykktir
1808020
Í upphafi fundar var farið yfir samþykktir byggðasamlagsins en þar kemur m.a. fram að stjórn skuli skipta með sér verkum. Tillaga kom fram um að Hjalti Tómasson verði formaður og var það samþykkt samhljóða. Þá var einnig farið yfir gildandi þjónustusamning milli Húsakynna bs og Rangárþings ytra.
2.Rekstraryfirlit 20082018
1808019
Yfirlit um stöðu rekstrar
KV fór yfir rekstur byggðasamlagsins fyrir tímabilið jan-júli 2018.
3.Framkvæmdaáætlun 2018
1801031
Yfirferða á stöðu framkvæmda ársins.
HH kynnti stöðu framkvæmda hvað varðar viðhald og endurbætur á eignum á Laugalandi.
4.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Aðstaða í Þóristungum
Málefni Þóristungna kynnt. Lagt fram ástandsmat á hesthúsi í Þóristungum og viðhaldsþörf. Einnig lagt fram mat á viðhaldskostnaði. Málinu vísað til Ásahrepps sem hefur umsjón með fasteignum á Holtamannaafrétti skv. þjónustusamningi milli Ásahrepps og Rangárþings ytra frá desember 2015.
5.Endurskoðun á rekstri Húsakynna bs.
1801003
Upplýsingar og eftirfylgni við ákvarðanir um endurskoðun á rekstri byggðasamlagsins.
Farið yfir stöðu mála. Sveitarstjórar hvattir til að ganga frá öllum formsatriðum sem allra fyrst.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:15.