2. fundur 23. október 2018 kl. 16:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð, og Guðmundur Einarsson fasteignasali sem sat fundinn undir lið 4.

1.Rekstraryfirlit 23102018

1810054

Rekstur Húsakynna jan-sep 2018
Farið var yfir rekstur Húsakynna bs janúar-september 2018. Einnig var farið yfir fjárfestingaáætlun ársins en fyrir liggur að verkefnum sem áætluð voru á þessu ári er nær lokið og búið að nýta að fullu þá fjármuni sem áætlaðir voru innan ársins.

2.Framkvæmdaáætlun 2019

1810056

Framkvæmdaáætlun 2019 út frá uppfærðri langtímaáætlun.
Lögð fram og staðfest endurskoðuð framkvæmdaáætlun ársins 2019 hvað varðar viðhald eigna á árinu 2019.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - Húsakynni bs

1810055

Lögð fram tillaga að rekstaráætlun 2019 fyrir Húsakynni bs. Tillagan gerir ráð fyrir að framlag til reksturs skiptist þannig að Rangárþings ytra greiði 16.7 milljónir og Ásahreppur 8.1 milljón. Jafnframt var lögð fram tillaga að fjárfestingaáætlun ársins 2019 sem gerir ráð fyrir að hlutur Rangárþins ytra verði 13.5 milljónir og Ásahrepps 6.6 milljónir.

Samþykkt samhljóða.

4.Önnur mál

1703002

4.1 Frágangur skjala vegna Giljatangaíbúða
Lögð fram til staðfestingar og undirritunar skjöl vegna frágangs á sölu Giljatangaíbúða til Rangárþings ytra og Ásahrepps í samræmi við fyrri samþykktir þar um. Kaupsamningarnir voru staðfestir samhljóða og undirritaðir af stjórn Húsakynna.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?