3. fundur 04. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdótir sat fundinn undir liðum 1 og 2. Einnig sátu fundinn Þórhallur Svavarsson og Guðni G. Kristinsson.

1.Rekstraryfirlit 02042019

1904002

Rekstur Húsakynna jan-feb 2019
KV fór yfir rekstur Húsakynna bs janúar-mars 2019.

2.Ársreikningur 2018 - Húsakynni bs

1904001

Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2018 var lagður fram og samþykktur samhljóða.

3.Framkvæmdaáætlun 2019

1810056

Undirbúningur framkvæmda skv. áætlun ofl.
3.1 Bílaplan á Laugalandi
GGK kynnti drög að framkvæmdum við bílaplan á Laugalandi og kostnaðaráætlun miðað við þann ramma sem fjárhagsáætlun ársins gefur. Ákveðið að gera prufuholur til að kanna betur varðandi umfang jarðvegsskipta. Í framhaldi af því verði óskað eftir tilboðum í verkið þannig að verkið geti hafist sem fyrst.

3.2 Gólf Íþróttahúss á Lauglandi
ÞS kynnti athugun sína á útfærslu og kostnaði við að endurnýja gólf hússins með gólfdúki sem lagður er eins og flot. Talið er mögulegt að gólfið hafi sigið í vesturenda hússins og nauðsynlegt er að sannreyna það með nákvæmum mælingum hvort sig sé enn í gangi. Áður en ráðist verður í endurnýjun gólfefna þurfa þessar mælingar að liggja fyrir. ÞS mun fylgja málinu eftir.

3.3 Stýribúnaður við sundlaug á Laugalandi
Fyrir liggur að endurnýja þarf stýribúnað laugarinnar á næstu misserum. Málið kynnt og verður tekið til athugunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

3.4 Framkvæmdaáætlun 2019
Heimir Hafsteinsson hefur yfirfarið framkvæmdaáætlun ársins hvað viðhaldsverkefni varðar og gert tillögu um að færa á milli liða innan gildandi áætlunar. Stærsta breytingin er sú að skipta um járn á þaki gamla skólans á Laugalandi og færa þá af liðum sem frekar mega bíða næsta áfanga. Stjórn Húsakynna bs samþykkir þessar tilfærslur samhljóða.

4.Réttarnes

1503058

Erindi frá Anders Hansen varðandi vegagerð í Réttarnes.
Tekið var fyrir erindi frá Anders Hansen á Leirubakka varðandi fjárstuðning til viðhalds vegar frá Landvegi og niður í Réttarnes. Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra dagsettri 12.12.2005 er gert ráð fyrir að eigendur Leirubakka sjái um uppbyggingu og viðhald vegarins og er erindinu því hafnað.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?