4. fundur 16. júlí 2019 kl. 10:00 - 12:10 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
  • Þórhallur Svavarsson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson sveitarstjóri
Steindór Tómasson forfallaðist og ekki náðist að boða varamann.

1.Rekstraryfirlit 16072019

1907046

Yfirlit um rekstur janúar-júní 2019
KV fór yfir rekstur Húsakynna fyrri hluta ársins 2019.

2.Framkvæmdaáætlun 2019

1810056

Staða mála varðandi framkvæmdir ársins.
2.1 Bílaplan á Laugalandi
Ekki bárust tilboð í verkið innan þess tímafrests sem var gefinn. Samþykkt samhljóða að framlengja tímafrest til 26. júlí n.k.

2.2 Gólf íþróttahúss
Gerðar hafa verið mælingar á sigi gólfsins og enn sem komið er bendir ekki til að breytingar hafi orðið á síðasta ári. Áfram þarf þó að taka fleiri mælingar næsta vetur til að ganga úr skugga um þetta. Málið er því áfram í ferli.

2.3 Utanhússviðgerðir íbúðaálmu.
Farin var vettvangsferð og aðstæður skoðaðar. Fyrir liggur að vesturhlið hússins er nokkuð illa farin og því þarf að taka ákvörðun um hvort rétt sé að klæða hliðina, með samskonar efni og er á nýjasta hluta Laugalandshúsanna, í stað múrviðgerða. Fyrir liggur tilboð í verkið. Samþykkt að taka því og HH falið að setja málið í farveg. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

2.4 Leiksvæði fyrir leikskóla.
Tillaga liggur fyrir að girða af nýtt leiksvæði fyrir Leikskólann vestan við byggingarnar á Laugalandi. Haft hefur verið samráð við leikskólastjóra um útfærsluna. Kostnaðaráætlun liggur fyrir og verkefnið er talið rúmast innan fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða að ráðast í verkefnið og HH falið að óska eftir verðtilboðum.




3.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Lagfæringar á húsi í Þóristungum
Lagðar fram til kynningar myndir af húsinu í Þóristungum sem nú hefur tekið algjörum stakkaskiptum. VV mun á næstu vikum láta taka út framkvæmdirnar með formlegum hætti.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?