Fundurinn var boðaður með stuttum fyrirvara og formaður byrjaði fund á því að kanna hvort fundarmenn gerðu athugasemd við fundarboðið. Ekki var gerð athugasemd við fundarboð né dagskrá.
1.Framkvæmdaáætlun 2019
1810056
Fyrir liggur að eitt tilboð barst í verðkönnun vegna Bílaplans á Laugalandi en aukinn frestur var gefinn til 26 júlí. Tilboðið var frá Heflun ehf. Fyrir liggur að miðað við tilboðið og þær aukaframkvæmdir, sem ákveðið var að fara í á síðasta fundi varðandi leiksvæði fyrir Leikskólann og utanhússklæðningu á íbúðaálmu Laugalandshúsanna, þá rúmast þetta ekki innan fjárheimilda ársins. Það er mat stjórnar að óska þurfi eftir allt að 20 mkr aukafjárveitingu frá eigendum Húsakynna bs til að ljúka þessum framkvæmdum innan ársins. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna til þessa sem allra fyrst því framkvæmdatími við bílaplan er afar knappur.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 14:20.