1.Rekstraryfirlit 27092019
1909069
Yfirlit um rekstur Húsakynna bs janúar-ágúst 2019
Lagt fram rekstraryfirlit janúar-ágúst til kynningar.
2.Framkvæmdaáætlun 2019
1810056
Staða verkefna.
HH fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir ársins. Klæðningu er að ljúka og búið er að skipta um alla glugga og hurðir á vesturhlið gamla skólans. HH greindi frá því að vatnstjón er í kjallara bókasafns og hefur þar verið brugðist við til að stöðva frekara tjón. Unnið er að því að setja upp girðingu fyrir leikskólann. Reiknað er með því að skipta um þakjárn á gamla skólanum þegar klæðningarvinnu lýkur.
3.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Erindi vegna aðstöðuhúss á tjaldsvæði.
Tekið fyrir erindi frá Engilbert Olgeirssyni og Rán Jósepsdóttur en þau hafa óskað eftir viðræðum um að kaupa aðstöðuhús við tjaldsvæðið á Laugalandi. Þau telja að komið sé að töluverðu viðhaldi. Tekið er vel í erindið. Ákveðið að óska eftir verðmati fasteignasala á eigninni. Jafnframt er formanni falið að hitta Engilbert og Rán þegar verðmat liggur fyrir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4.Fjárhagsáætlun 2020 - Húsakynni bs
1909070
Forsendur og undirbúningur.
Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs. Gert er ráð fyrir að bílaplan á Laugalandi skv. fyrirliggjandi áætlunum verði meginfjárfesting næsta árs. Reiknað er með að fjárhagsáætlun verði lögð fram á næsta fundi Húsakynna bs sem áætlaður er þann 29. október nk.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:20.