7. fundur 05. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:45 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir liðum 1-3 Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit 26102019

1911001

Yfirlit um rekstur janúar-september og tillaga að viðauka.
Farið var yfir rekstur Húsakynna bs fram til loka september og lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun framlags til rekstrar, vegna viðhaldsverkefna, að fjárhæð 9.6 mkr og lækkun fjárfestingar um 14 mkr. Samtals gerir því viðaukinn ráð fyrir að framlög sveitarfélaganna lækki um 4.4 mkr á árinu 2019 sem skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra lækkar um 2.959 þkr og hlutur Ásahrepps lækkar um 1.441 þkr.

Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

2.Framkvæmdaáætlun 2019

1810056

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins.
HH fór yfir stöðu verkefna. Málun á gömlu skólastofum að norðan er lokið, þakkantar á nýju kennslustofunum voru málaðar að nýju. Endurnýjun glugga, hurða og klæðningar á vesturhlið gamla skólahúss er lokið. Einnig var skipt um þakjárn og pappa á gamla skólahúsinu. Þá hefur verið skipt um útihurð og sett nýtt handrið á tröppur við leikskólainngang og lagfæringar gerðar á íbúð í kjallara skólastjórahúss.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - Húsakynni bs

1909070

Tillaga að fjárhagsáætlun 2020.
Lögð fram tillaga að rekstaráætlun 2020 fyrir Húsakynni bs. Tillagan gerir ráð fyrir að framlög til rekstrar og fjárfestingar verði samtals 48.591.000 og skiptist þannig að Rangárþings ytra greiði 32.677.000 kr og Ásahreppur 15.914.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

4.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Verðmat á tjaldstæðahúsi liggur fyrir.
Fyrir liggur verðmat á tjaldstæðahúsinu frá fasteignasala og formaður hefur fundað með Engilbert Olgeirssyni og Rán Jósepsdóttur um málið eins og ákveðið var á síðasta fundi. Tillaga er um að ganga til samninga við Engilbert og Rán um kaup á húsinu fyrir 400.000 kr. Jafnframt verði stofnuð lóð undir aðstöðuhúsið og tilheyrandi breytingar gerðar á leigusamningi um tjaldsvæðið þannig að fram komi að húsið verði fjarlægt í lok leigutíma.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HT,BJJ), 1 á móti (ST)

Bókun frá ST. ST telur réttara að húsið verði áfram í eigu sveitarfélaganna og að gengið verði til samninga við leigutaka um að gera nauðsynlegar endurbætur á húsinu frekar en að selja það.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?