1.Rekstraryfirlit 2020 - Húsakynni bs
2003009
Yfirlit til síðustu áramóta.
Klara VIðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit fyrir árið 2019 en bókhaldið er nú tilbúið til endurskoðunar. Einnig var kynnt rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2020.
2.Framkvæmdaáætlun 2020
1910045
Útboð vegna bílaplans
Tómas Haukur Tómasson kynnti tilboðsgögn vegna fyrirhugaðrar framkvæmar við bílaplan á Laugalandi. Fyrirhugaður framkvæmdatími er maí-júlí 2020. Tillaga er um að fara í verðkönnun meðal verktaka í Rangárþingi ytra og Ásahreppi nú í mars með skiladag þann 3. apríl n.k og fela THT að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:10.