Einnig sat fundinn undir liðum 1-2 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.
1.Rekstraryfirlit 2020 - Húsakynni bs
2003009
Lagt fram rekstraryfirlit janúar-apríl fyrir Húsakynni bs.
2.Ársreikningur 2019 - Húsakynni bs
2006009
Til samþykktar.
Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2019 var lagður fram og samþykktur samhljóða.
3.Framkvæmdaáætlun 2020
1910045
Bílaplan ofl. THT fer yfir stöðu mála.
THT greindi frá því að engin tilboð bárust í verðkönnun um bílaplanið á Laugalandi þrátt fyrir að gefinn væri aukinn tilboðsfrestur og verktími rýmkaður. Rætt um að skipta verkinu upp og semja beint við verktaka um einstaka verkþætti. THT falið að vinna málið áfram með það að markmiði að ljúka verkinu innan ársins sé þess nokkur kostur. Haft verði samráð við skólastjórnendur varðandi útfærslu á framkvæmdatíma.
Samþykkt samhljóða.
Einnig komu fram upplýsingar um að líklega sé ekki um að ræða frekara sig á íþróttagólfi en stefnt er að því að undirbúa endurbætur á gólfinu á næsta ári.
Samþykkt samhljóða.
Einnig komu fram upplýsingar um að líklega sé ekki um að ræða frekara sig á íþróttagólfi en stefnt er að því að undirbúa endurbætur á gólfinu á næsta ári.
4.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Endurskoðaður samningur um tjaldsvæði til staðfestingar.
Lagður fram og samþykktur samhljóða með smávægilegum orðalagsbreytingum endurskoðaður samningur um tjaldsvæði á Laugalandi.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:20.