12. fundur 01. september 2020 kl. 16:30 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson

1.Framkvæmdaáætlun 2020

1910045

Farið yfir stöðu framkvæmda og kostnaðar við bílaplan.


THT fór yfir stöðu framkvæmda við bílaplan. Búið er að jarðvegsskipta, malbika og steypa kantsteina. Hellulögn fer af stað á næstu dögum. Umfang verksins á þessu ári svo sem frágangur verður minnkaður samanber bókun í dagskrárlið 2. Þess má einnig geta að verkefnið er innan áætlunar.
Kostnaði við lokafrágang verði vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit 2020 - Húsakynni bs

2003009

Yfirlit fram til dagsins í dag, staða fjárfestingar og reksturs.
Klara fer yfir rekstrarkostnað fyrir Húsakynni Bs. Þar sem upp kom óvæntur kostnaður vegna leka í kjallara leikskóla og bókasafns er lagt til að færa fjármuni frá fjárfestingu yfir á rekstur.
Tillaga er um að gera viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukins rekstrarkostnaðar fyrir Húsakynni bs að upphæð 5.500.000kr.
Að sama skapi verður fjárfesting lækkuð um sömu upphæð til að mæta fyrrgreindum kostnaðarauka.

Samþykkt samhljóða.

3.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Rædd staða á útleigu íbúða skólastjórahúss.
Lagt fram minnisblað um framtíðarnýtingu skólastjórahúss. Fyrir liggur að ráðast þarf í endurbætur og taka þarf ákvörðum um fyrirkomulag á leigu neðri hæðar.
Efrhæð verður áfram nýtt sem íbúðarhúsnæði. Komið hefur fram hugmynd að nýta neðrihæð til annars en íbúðar.
Tómasi falið að gera kostnaðargreiningu með það í huga að koma húsnæðinu í gott lag.

Samþykkt samhljóða.


Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?