15. fundur 01. nóvember 2021 kl. 16:00 - 17:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Guðmundur Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Rekstraryfirlit 2021 - Húsakynni bs

2104002

Rekstaryfirlit Húsakynna bs fyrir janúar-september lagt fram.

2.Framkvæmdaáætlun 2022

2110139

THT fór yfir framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022. Gengið verður út frá því að stærsta framkvæmd næsta árs verði endurnýjun á gólfi í Íþróttahúsinu.

3.Rekstraráætlun 2022 - Húsakynni bs

2110138

Rekstraráætlun fyrir 2022 lögð fram til umræðu og samþykktar. Ákveðið að bæta við fjárhagsáætlun framkvæmd við endurnýjun á gólfi í íþróttahúsi 15 mkr sem fjárfestingu. Framlög sveitarfélaganna til fjárfestingar skiptast þannig: Rangárþing ytra 10.087.500 kr og Ásahreppur 4.912.500 kr.

Rekstraráætlun samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?