Samþykkt samhljóða að bæta við dagskránna lið 4. Eignir í umsjá Húsakynna bs. Einnig sat fundinn undir liðum 1-2 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.
1.Ársreikningur 2021 - Húsakynni bs
2203074
Til staðfestingar.
Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2021 var lagður fram og samþykktur samhljóða.
2.Rekstraryfirlit 2022 - Húsakynni bs
2203090
Yfirlit um rekstur jan-feb
Rekstaryfirlit Húsakynna bs fyrir janúar-febrúar lagt fram.
3.Framkvæmdaáætlun 2022
2110139
Farið yfir stöðu verkefna.
Tómas Haukur Tómasson fór yfir þau verkefni sem eru á áætlun ársins. Stærsta einstaka verkefni ársins er að skipta um gólf Íþróttahússins á Laugalandi en það verkefni er nú í undirbúningi og stefnt að upphafi framkvæmda í lok maí. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í sumar og að því ljúki áður en skólastarf hefst haustið 2022.
4.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Staða mála.
4.1. Skólastjórahús
Í kjölfar minnisblaðs sem lagt var fram á 12. fundi í stjórn Húsakynna bs hefur málið verið skoðað betur varðandi framtíð skólastjórahússins. Rætt hefur verið að komið sé að tímamótum með framtíð hússins. Því hefur verið velt upp hvort mögulega mætti stofna lóð og selja húsið; hvort til greina komi að húsið verði rifið eða þá gert upp til framtíðar. Við frekari skoðun hefur komið fram að húsið er ennþá skráð í 75% eigu ríkisins eins og skólahús voru þegar grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma. Það eru því fáir valkosti í stöðunni eins og sakir standa. Stjórn Húsakynna bs beinir því til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna að meta hvort fara eigi í viðræður við ríkið um yfirfærslu eignarhluta ríkisins til sveitarfélaganna.
4.2. Hesthús í Þóristungum
Á samráðsfundi Rangárþings ytra og Ásahrepps þann 15.11.2021 var rætt um hesthús í Þóristungum sem þarfnast orðið aðhlynningar. Þar var málinu vísað til stjórnar Húsakynna bs. til að greina möguleika í stöðunni og leggja fram tillögu um aðgerðir í málinu. Talið er að leggja þurfi 2.5 mkr í viðhald hússins ef vel á að vera. Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun 2022. Stjórn Húsakynna bs óskar því eftir að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna taki afstöðu til þess hvort gera eigi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 til að mæta þessum kostnaði eða hvort beina eigi verkefninu til fjárhagsáætlunar 2023.
Í kjölfar minnisblaðs sem lagt var fram á 12. fundi í stjórn Húsakynna bs hefur málið verið skoðað betur varðandi framtíð skólastjórahússins. Rætt hefur verið að komið sé að tímamótum með framtíð hússins. Því hefur verið velt upp hvort mögulega mætti stofna lóð og selja húsið; hvort til greina komi að húsið verði rifið eða þá gert upp til framtíðar. Við frekari skoðun hefur komið fram að húsið er ennþá skráð í 75% eigu ríkisins eins og skólahús voru þegar grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma. Það eru því fáir valkosti í stöðunni eins og sakir standa. Stjórn Húsakynna bs beinir því til sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna að meta hvort fara eigi í viðræður við ríkið um yfirfærslu eignarhluta ríkisins til sveitarfélaganna.
4.2. Hesthús í Þóristungum
Á samráðsfundi Rangárþings ytra og Ásahrepps þann 15.11.2021 var rætt um hesthús í Þóristungum sem þarfnast orðið aðhlynningar. Þar var málinu vísað til stjórnar Húsakynna bs. til að greina möguleika í stöðunni og leggja fram tillögu um aðgerðir í málinu. Talið er að leggja þurfi 2.5 mkr í viðhald hússins ef vel á að vera. Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun 2022. Stjórn Húsakynna bs óskar því eftir að sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna taki afstöðu til þess hvort gera eigi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 til að mæta þessum kostnaði eða hvort beina eigi verkefninu til fjárhagsáætlunar 2023.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:45.