3. fundur 08. mars 2023 kl. 11:00 - 12:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Helga Björg Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður

1.Húsnæðismál Skóla og Leikskóla

2303020

Vinna við húsrýmisáætlun skóla og leikskóla er farin í gang.
Ræða þarf næstu skref í þeirri vinnu.
Farið var yfir þá vinnu sem nú þegar hefur verið unnin við þarfagreiningu.
Lagt er til að THT gerir verðkönnun hjá tveim til þremur aðilum til að vinna áfram með húsrýmisáætlunina og ath með kostnað við að koma teikningum af núverandi byggingum á stafrænt form.

Samþykkt samhljóða

2.Eignir í umsjá Húsakynna bs

2210046

Bréf frá leigjenda tjaldsvæðis á Laugalandi.

Farið yfir stöðu og næstu skref.
Rætt var um þá stöðu sem komin er upp varðandi Tjaldsvæðið á Laugalandi þar sem núverandi rekstaraðilar hafa ákveðið að hætta rekstri.

Lagt er til að tjaldsvæði sveitarfélagsins verði auglýst laust til umsóknar á komandi sumri. Gert er ráð fyrir að WC aðstaða í Laugalandsskóla geti fylgt.

Samþykkt samhljóða og Tómasi falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?