Jóhanna Hlöðversdóttir boðaði forföll.
1.Íþróttamaður Rangárþings Ytra 2015
1511046
Á 4. fundi var ákveðið að velja Íþróttamann Rangárþings Ytra 2015. Á fundinum þarf að ákveða hvernig staðið verður að tilnefningum og kjöri.
Formanni nefndarinnar ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að halda áfram með málið og óska eftir tilnefningum. Tilnefningum þarf að skila fyrir 19. Desember. Stefnt er að því að veita verðlaunin í Janúar 2016. Áætlaður kostnaður vegna viðburðarsins er 70.000 kr og formanni falið að athuga við skrifstofu hvort það gangi upp. Samþykkt samhljóða.
2.Þjónustusamningur við KFR - endurnýjun
1511033
Nefndin bendir á að ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum og bendir á 12. gr. fyrri samnings. Nefndin samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og fagnar styrkveitingu til meistaraflokks KFR.
3.Umsókn um styrk - HSK 2016
1511028
Nefndin samþykkir samhljóða styrkveitingu til HSK fyrir sitt leyti.
4.Framkvæmdir innanhúss S1-3
1509015
Möguleikar á stækkun félagsmiðstöðvar
Nefndinni líst vel á fyrirhugaðar hugmyndir og framkvæmdir í Miðjunni og telur mikilvægt að félagsmiðstöðin fái aukið rými og að þar yrði einnig aðstaða fyrir fólk í fjarnámi. Samþykkt samhljóða.
5.Fjárhagsáætlun 2016-2019
1511020
Áætlun fyrir íþrótta- og tómstundamál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 21:30.