6. fundur 02. febrúar 2016 kl. 17:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Embættismaður

1.Íþróttamaður Rangárþings Ytra 2015

1511046

Á 5. fundi var ákveðið að velja auglýsa eftir tilnefningum vegna Íþróttamann Rangárþings Ytra 2015. Á fundinum þarf að ákveða hvernig staðið verður að kjöri.

Einnig þarf að fara yfir hverjir eiga að fá viðurkenningar samkvæmt 5. gr reglugerðar um Íþróttamann ársins.
Íþróttamaður Rangárþings ytra 2015 er Guðmundur F. Björgvinsson. Hófið verður haldið 17. febrúar kl 17:30. Viðurkenningu fyrir framúrskarandi framlag til íþrótta- og tómstundamála fær Guðmundur Jónasson. Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2015 fá Rakel Nathalie Kristinsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Róbert Bergmann, Gústav Ásgeir Hinriksson og Guðmundur F. Björgvinsson.

2.Hreyfivika

1601049

MOVE WEEK eða hreyfivikan eins og UMFÍ hefur nefnt verkefnið fer fram dagana 22. - 28. maí n.k. Ræða þarf á fundinum hvort Rangárþing ytra taki þátt og þá með hvaða hætti.
Sindra Snæ Bjarnasyni og Eiríki Vilhelm starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa hreyfiviku 2016 sem haldin yrði dagana 22. - 28. maí 2016.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?