8. fundur 02. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Umsókn um rekstrarstyrk - Umf. Framtíðarinnar

1605024

Ungmennafélagið Framtíðin óskaði eftir því að gerður yrði rekstrarsamningur við félagið líkt og við önnur íþrótta-og/eða ungmennafélög í sveitarfélaginu. Á síðasta fundi var markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að slíkum rekstrarsamningi í samstarfi við félagið.
Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og óskar eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna hans á þessu ári og að gert verði ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

2.Ungmennaráð

1603024

Fyrir liggur erindisbréf Ungmennaráðs Rangárþings ytra og einnig þarf að gera ráð fyrir viðauka vegna Ungmennaráðs á árinu 2016 og að gert verði ráð fyrir því við fjárhagsáætlunargerð 2017.
Nefndin samþykkir erindisbréfið og fjárhagsáætlunina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Mikilvægt er að ungmennaráð taki erindisbréfið aftur til umfjöllunar í maí 2017 þegar reynsla er komin á starfsemi Ungmennaráðs.

3.Ungmennaráð

1603024

Fyrir liggur tillaga um að Stefán Orri Gíslason verði fulltrúi Íþrótta- og tómstundanefndar í Ungmennaráði.
Nefndin samþykkir tillöguna.

4.Fundir Íþrótta- og tómstundanefndar

1610060

Tillaga er frá formanni Íþrótta- og tómstundanefndar um að við fastsetjum fundardaga og fundartíma nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að fastsetja fundardaga og að reglulegir fundir verði fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 16:30 héðan í frá nema ekkert liggi fyrir fundinum þá fellur hann niður.

5.Úttekt á íþróttamannvirkjum í Rangárþingi ytra

1610059

Íþrótta- og tómstundanefnd fundur - 7. Mál nr. 1603009 "Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði yfir stöðu íþróttamannvikja í sveitarfélaginu og tekið verði tillit til erindisins þar. Marka þarf almenna framtíðarsýn og mun nefndin og starfsmaður hennar vinna að því og leita til viðeigandi aðila. Farið verður af stað með vinnuna í ágúst 2016 og skal henni lokið á fyrstu mánuðum ársins 2017."
Farið var yfir stöðuna á verkefninu, verkefnið hefur ekki farið af stað. Formaður nefndarinnar mun leiða verkefnið og leita til nefndarinnar eftir þörfum.

6.Ungmennaráð

1603024

Kynning á ráðstefnu sem Ungmennaráð ásamt fleiri fulltrúum sveitarfélagsins sóttu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?