11. fundur 17. maí 2017 kl. 17:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Heklu, fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra.

Þórhallur Svavarsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðva mætti á fundinn undir liðum 1-3.

1.Gæsla í búningsklefum

1705039

Töluverð umræða hefur verið um það hvort allir þeir gestir sem fari í sundlaugarnar þvoi sér samkvæmt reglum. Ræða þarf hvað sé hægt að gera til þess að bregðast við þessu.
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar fór yfir hvað er gert til þess að hvetja alla til þess að fara eftir settum reglum. Öllum erlendum gestum er sagt frá því að þeir verði að baða sig án sundafata og skilti þess efnis í sundlaugunum. Umhverfisstofnun er að vinna að gerð nýrra skilta sem eiga að vera meira áberandi en þau sem eru nú til staðar. Nefndin leggur til að unnið verði að því að setja upp afmarkað einstaklingssvæði í karla og kvennaklefa til reynslu.

2.Hreyfivika 29. maí - 4. júní 2017

1705038

Hreyfivika 2017 verður haldin frá 29. maí - 4. júní. Að venju mun sundlaugin taka þátt í sundkeppni og kallað verður eftir upplýsingum um fleiri viðburði.
Nefndin hvetur sundlaugina til dáða og treystir á að íbúar sveitarfélagsins leggi sitt af mörkum í sundkeppninni. Hugmyndir komu fram um stafgöngu, sundleikfimi, gönguferðir og fleiri viðburði sem nefndin mun vinna að. Viðburðir verða auglýstir sameiginlega í næstu Búkollu.

3.Opnir tímar í Íþróttamiðstöðum

1705040

Ungmennaráð kynnti niðurstöður Ungmennaþings fyrir sveitarstjórn á síðasta fundi sveitarstjórnar. Þar kom fram tillaga um að auglýstir yrðu opnir tímar í íþróttahúsum sem opnir yrðu aldursbilinu 14-20 ára. Hún er nú lögð fyrir þennan fund.
Forstöðumaður Íþróttamannvirkja ásamt nefndinni taka virkilega vel í erindið og leggur til að gert verði ráð fyrir því haustið 2017 bæði á Hellu og Laugalandi. Það yrði þá sett inn í stundatöflu veturinn 2017-2018. Tímasetning verður ákveðin í samráði forstöðumanns og Ungmennaráðs.

4.Útivistarsvæði í Nesi

1701040

Farið yfir framkomnar hugmyndir varðandi útivistarsvæði í Nesi og næstu skref ákveðin.
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir framkomnar hugmyndir um útivistarsvæði í Nesi. Strandblakvöllur, minigolf, grillsvæði, útisvið, nýta braggann ásamt fleiri hugmyndum. Næst skref er að láta teikna þær upp gróflega og kostnaðarmeta. Starfsmanni nefndarinnar falið að halda áfram með verkefnið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?