12. fundur 10. október 2017 kl. 17:00 - 18:15 Fundarsalurinn Hekla, fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Guðjón Gestsson og Jóhanna Hlöðversdóttir mættu ekki.

1.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2018

1710012

Hlutverk íþrótta- og tómstundanefndar er að fara með málefni íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu og vera ráðgefandi til sveitarstjórnar um þau mál. Eitt af þessum hlutverkum er að veita umsögn um tillögur að gjaldskrám til sveitarstjórnar
Lagt er til að gjaldskráin haldist óbreytt.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - tillögur - Íþrótta- og tómstundanefnd.

1710013

Umræða um þau verkefni sem snúa að Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt því að ræða skal tillögur að nýjum verkefnum á árinu 2018.
- Nefndin telur mikilvægt að haldið verði áfram með hugmyndir varðandi viðbyggingu við íþróttahúsið á Hellu.
- Nefndin vekur athygli á að samningur við Gym Heilsu rennur út á næsta ári og því þarf að huga að framtíðar fyrirkomulagi líkamsræktar á Hellu. Endurhugsa þarf líkamsræktarrýmið m.t.t. til breyttra áherslna í líkamsþjálfun s.s. cross-fit.
- Skoða þátttöku í verkefninu "að brúka bekki".
- Haldið verði áfram að huga að uppbyggingu útivistar- og opinna svæða. Huga þarf sérstaklega að aldurshópnum 55 ára og eldri.
- Huga þarf að viðhaldi göngustíga innan þorps svo þeir nýtist til heilsueflingar.

3.Heilsueflingarátak starfsmanna Ry

1710014

Heilsueflingarátak meðal starfsmanna sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?