1702009
12.1 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að boðið verði upp á heimakstur barna í Rangárþingi ytra eftir að skipulögðu tómstundastarfi lýkur og einnig verði aukinn opnunartími félagsmiðstöðvarinnar.
Greinargerð
Þar sem boðið er upp á tómstundir barna víða í sveitarfélaginu getur verið erfitt fyrir foreldra að skipuleggja ferðir svo börn geti sótt þær tómstundir sem þau hafa áhuga á. Sveitarfélagið mundi bjóða upp á einn heimakstur þrisvar til fimm sinnum í viku. Æskilegt væri að félamiðstöðin væri t.d. opin frá kl. 15 til 18 alla virka daga, til að bjóða börnum uppá samastað á meðan þau væru ekki í skipulögðu tómstundastarfi.
Yngvi Karl Jónsson
Tillaga er um að vísa tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
Varðandi þann lið að hafa félagsmiðstöðina opna eftir skóla leggur nefndin til að það verði prófað í einn mánuð á árinu 2018 til reynslu og staðan metin að því loknu. Það þarf þó að gera í samráði við aðra sem nýta rýmið og þá sem skipuleggja íþróttastarf. Taka þarf tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Samþykkt samhljóða.