13. fundur 08. nóvember 2017 kl. 16:30 - 17:50 Hekla fundarsalur fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra.
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2017

1702009

12.1 Fulltrúi Á-lista í byggðaráði leggur til að boðið verði upp á heimakstur barna í Rangárþingi ytra eftir að skipulögðu tómstundastarfi lýkur og einnig verði aukinn opnunartími félagsmiðstöðvarinnar.

Greinargerð
Þar sem boðið er upp á tómstundir barna víða í sveitarfélaginu getur verið erfitt fyrir foreldra að skipuleggja ferðir svo börn geti sótt þær tómstundir sem þau hafa áhuga á. Sveitarfélagið mundi bjóða upp á einn heimakstur þrisvar til fimm sinnum í viku. Æskilegt væri að félamiðstöðin væri t.d. opin frá kl. 15 til 18 alla virka daga, til að bjóða börnum uppá samastað á meðan þau væru ekki í skipulögðu tómstundastarfi.

Yngvi Karl Jónsson

Tillaga er um að vísa tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.
Nefndinni finnst tillagan of umfangsmikil og óskýr. Nefndin fór yfir tillöguna eins og hún liggur fyrir en metur það sem svo að heimakstur eins og hann kemur fram í tillögunni muni verða of kostnaðarsamur. Skoða þarf tillöguna betur og leggjum við til að stofnaður verði vinnuhópur sem metur þörfina og útfærir möguleika. Nefndin ræddi að ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar í þessu tilliti.

Varðandi þann lið að hafa félagsmiðstöðina opna eftir skóla leggur nefndin til að það verði prófað í einn mánuð á árinu 2018 til reynslu og staðan metin að því loknu. Það þarf þó að gera í samráði við aðra sem nýta rýmið og þá sem skipuleggja íþróttastarf. Taka þarf tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða.

2.Umf. Hekla - framtíðarsýn í aðstöðumálum

1710019

8.2 Vinna við framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar.
Áhugi er fyrir því að setja af stað vinnu til að móta framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og um samvinnu íþróttafélaganna. Lagt er til að helstu íþróttafélög í sveitarfélaginu leggi til fulltrúa í slíka vinnu undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar. Nefnd voru ungmenna- og íþróttafélögin, KFR, Geysir og Golfklúbburinn. Nota mætti svipað fyrirkomulag við þessa vinnu og gert var í málefnum ferðaþjónustunnar þar sem haldnir voru opnir hugmyndafundir og síðan unnið úr hugmyndum milli funda þar sem starfsmenn sveitarfélagsins komu að málum. Samþykkt að vísa málinu til Íþrótta- og tómstundarnefndar til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.
Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið í samstarfi við formann nefndarinnar að leiða verkefnið. Þessari vinnu á að vera lokið í lok janúar 2018.

3.Erindi frá hmf Geysi

1710032

Á síðasta fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Geysi.

9.2 Þjónustusamningur.
Hmf. Geysir óskar eftir því að gera þjónustusamning við sveitarfélagið í svipuðum anda og önnur íþróttafélög hafa gert. Tillaga um að fela sveitarstjóra að vinna að málinu og leggja tillögur fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?