1. fundur 17. september 2018 kl. 18:00 - 20:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Sigdís Oddsdóttir mætti ekki.

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Þórhallur Svavarsson, og fulltrúi frá Ungmennafélaginu Heklu, Hulda Karlsdóttir, mættu sem gestir í lið 1. Enginn fulltrúi kom frá KFR.

1.Áhaldageymsla við Íþróttahús á Hellu

1808032

Fyrir liggur kostnaðaráætlun varðandi tvo kosti við útfærslu byggingar áhaldageymslu við Íþróttahúsið á Hellu. Annars vegar einfalda lægri viðbyggingu á einni hæð og hins vegar viðbyggingu í fullri vegghæð með millilofti og þá fleiri nýtingarmöguleikum. Sveitarstjórn vísaði málinu til umfjöllunar hjá Heilsu- íþrótta- og tómstundanefndar og síðan frekari úrvinnslu á fundi byggðarráðs í lok mánaðarins. Óskað er eftir því að Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd fari m.a. yfir málið með forstöðumanni Íþróttamiðstöðar og forsvarsfólki íþrótta- og tómstundafélaga á svæðinu.
Formaður nefndarinnar fór yfir þá möguleika sem liggja fyrir. Nefndin leggur til að viðbygging við íþróttahúsið verði á tveimur hæðum. Á neðri hæð yrði læst áhaldageymsla, fjölnota salur og geymsla fyrir íþróttafélög. Á annari hæð hússins yrði komið fyrir líkamsræktaraðstöðu, fundarsal ásamt fjölnota sal. Með þessu eykst rými í íþróttahúsinu og þá hægt að fjölga búningsklefum. Mikilvægt er að hönnun fari af stað sem allra fyrst og tilboðsgerð kláruð.

2.Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar

1809022

Tilnefna þarf varaformann og ritara. Einnig er tillaga um að nefndin muni heita heilsu-, -íþrótta og tómstundanefnd og að erindisbréf nefndarinnar muni taka mið af því.
Nefndin leggur til að nafni nefndarinnar verði breytt í heilsu-, íþrótta og tómstundanefnd, ritari verði starfmaður nefndarinnar og erindisbréfið taki mið af því. Nefndin leggur til að varaformaður verði Erna Sigurðardóttir.

3.Ungmennaráð 2018-2019

1809020

Íþrótta- og tómstundanefnd þarf að tilnefna fulltrúa í Ungmennaráð Rangárþings ytra, UngRy.
Tillaga er um að Dagný Rós Stefánsdóttir verði aðalfulltrúi og Heiðar Óli Guðmundsson verði varafulltrúi, þau eru kjörin til tveggja ára. Nefndin samþykkir tillöguna.

4.Útivistarsvæði 2018

1804044

Markaðs- og kynningarfulltrúi kynnir fyrir nefndinni uppbyggingu á útivistarsvæðum í þéttbýli á árunum 2017 og 2018. Ræða þarf um áframhaldandi uppbyggingu á þeim svæðum.
Um 2.000.000 kr eru eftir á fjárhagsáætlun ársins fyrir útivistarsvæði. Tillaga er um að farið verði í það að ganga frá salerni í braggann í Nesi. Með því að þar sé aðgengilegt salerni getum við haldið áfram uppbyggingu á svæðinu. Tilbúin eining frá Stólpa kostar 700.000kr vsk og er frágangur áætlaður um 1.000.000 kr. Samtals 1.868.000 kr.

5.Heilsueflandi samfélag

1809021

Tillaga er um að Rangárþing ytra verði heilsueflandi samfélag.
Nefndin leggur til að Rangárþing ytra verði heilsueflandi samfélag. Til þess að það verði að veruleika telur nefndin að þurfi að ráða starfsmann í a.m.k. 25% starf sem vinni að verkefninu og taka þarf tillit til þess við fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Nefndin bendir jafnframt á að mikil samlegðaráhrif væru með þessu verkefni og hugsanlegu starfi heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

6.Framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga

1801014

Síðasta vetur var unnin skýrsla um framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir skýrsluna. Nefndin telur mikilvægt að unnið verði að því að samhæfa íþróttaæfingar félaga á sýsluvísu þegar það á við og að skóladegi grunnskóla ljúki á sama tíma hjá Odda bs. Lagt er til að sveitarstjórn skoða möguleika þessu tengdu og að kanni kostnað við akstur í tengslum íþróttaæfingar, samkvæmt skýrslunni og kynna fyrir nefndinni.

Fundi slitið - kl. 20:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?