3. fundur 07. janúar 2019 kl. 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Áhaldageymsla við Íþróttahús á Hellu

1808032

Komin er kostnaðaráætlun í viðbyggingu við íþróttahús á Hellu. Íþrótta- og tómstundanefnd þarf að taka málið til umræðu. Á áætlun á árinu 2019 vegna viðbyggingar eru 85 miljónir.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefninu verði dreift á tvö ár (2019 og 2020) og á því fyrra verði lögð áhersla á að ljúka við gerð áhaldageymslu líkt og gert er ráð fyrir í kostnaðaráætlun frá VERKÍS. Ef til þess kemur að hagstætt tilboð komi í það að klára verkefnið í einum áfanga verði horft til þess.

2.Íþróttamaður ársins 2018

1901009

Óska þarf eftir tilnefningum og ákveða hvenær veita skuli viðurkenningar vegna ársins 2018.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa eftir íþróttamanni Rangárþings ytra 2018. Á næsta fundi nefndarinnar verða tilnefningar ræddar og þá jafnframt ákveðið hvenær skuli veita viðurkenningar og með hvaða hætti.

3.Heilsueflandi samfélag

1809021

Kynning á verkefninu heilsueflandi samfélag fór fram og voru mættir fulltrúar sveitarstjórnar, íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafélaga á svæðinu.
Formaður nefndarinnar sagði frá fundinum. Verkefnið fór ekki inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 en nefndin mun vinna áfram að verkefninu og vonar að verkefnið fari af stað á árinu 2020.

4.Íþróttavöllurinn á Hellu

1811039

Byggðarráð staðfesti tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um að segja upp samning um slátt á íþróttavelli við Strandarvöll ehf en lagði jafnframt til að teknar yrðu upp viðræður við Golfklúbbinn um stuðning við æskulýðsstarf klúbbsins líkt og gert er við önnur íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?