4. fundur 16. maí 2019 kl. 17:00 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erna Sigurðardóttir varaformaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sindri Snær Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Guðmundur Jónasson og Sigdís Oddsdóttir boðuðu forföll.

1.Erindi frá HSK

1905010

Sveitarstjórn vísar erindi frá HSK til Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar.

2.Íþróttamaður ársins 2018

1901009

Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2018.
Nefndin fór yfir framkomnar tilnefningar, viðurkenningar verða veittar á Töðugjöldum 2019 fyrir íþróttamann ársins 2018. Frekari afgreiðslu málsins frestað fram að næsta fundi.

3.Hreyfivika UMFÍ 2019

1905029

Hreyfivika UMFÍ 2019 fer fram 27. maí til 2. júní 2019.
Nefndin hvetur íþrótta- og æskulýðsfélög til þess að taka þátt og standa fyrir viðburðum þessa viku.

4.Landsmót UMFÍ 50

1905030

Áskorun frá Ungmennafélaginu Heklu til sveitarstjórnar að sótt yrði um að Landsmót 50 skuli haldið á Hellu 2021.
Nefndin tekur heilshugar undir áskorunina frá Ungmennafélaginu Heklu og hvetur sveitarstjórn til þess að taka jákvætt í erindið.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?