5. fundur 03. september 2019 kl. 17:00 - 19:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Í upphafi fundar kom Þórhallur Svavarsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og fór yfir stöðu framkvæmda á viðbyggingu við íþróttahúsið.

1.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Í gildi er samningur við Gym heilsu vegna líkamsræktarstöðvar. Huga þarf að því hvort sá samningur haldi áfram þegar líkamsræktarstöðin færist í viðbygginguna.
Nefndin leggur til að samningnum við Gym heilsu verði sagt upp og sveitarfélagið festi kaup á þeim tækjum sem til þarf. Skoðað verði hvað sé til af tækjum sem hægt er að nýta.
Fylgiskjöl:

2.Íþróttamaður ársins

1908041

Fara þarf yfir reglugerð fyrir val á íþróttamanni ársins.
Nefndin fór yfir reglugerðina.

3.Heilsueflandi samfélag

1809021

s.l. haust hófst umræða um verkefnið Heilsueflandi samfélag, það fór ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Fara þarf yfir stöðu málsins og ákveða næstu skref.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag á árinu 2020 og nefndin taki að sér verkefnið til þess að byrja með. Nefndin leggur til að 2.000.000 kr verði varið til verkefnisins á árinu 2020 og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.

4.Punktar frá Oddadegi 2018 um bætta heilsu

1908044

Punktar frá Oddadegi 2018 um bætta heilsu
Frestað til næsta fundar.

5.Útivistarsvæði

1908046

Umræða um útivistarsvæði. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp í sumar sem þarf að ræða m.t.t. þess fjármagns sem er á áætlun. Hugmyndir sem hafa komið upp eru ærslabelgur, strandblakvöllur og hjólabrettasvæði.
Nefndin leggur til að keyptur verði ærslabelgur í samstarfi við Ungmennafélagið Heklu nú í haust og er lagt til að hann verði nærri leiksvæði Grunnskólans á Hellu, áætlaður kostnaður er 988.284 kr en þá á eftir að ganga frá honum. Einnig verði skoðað hvort hægt sé að koma upp hjólabrettasvæði og strandblakvelli.

6.Lýðheilsugöngur 2019

1908045

Nefndin leggur til að tekið verði þátt í Lýðheilsugöngum 2019 og fyrsta gangan verði 11. september. Formanni nefndarinnar falin umsjón með verkefninu.

7.Endurnýjun samstarfssamnings við KFR

1908043

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?