4. fundur 08. maí 2023 kl. 17:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Jón Ragnar Björnsson aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Saga Sigurðardóttir launafulltrúi kom inn á fund undir öðrum lið og svaraði spurningum vegna Jafnréttisáætlunar.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2022-2026

2208122

Lagt fram til kynningar.

2.Jafnréttisáætlun 2023 - 2026

2305003

Jafnréttisáætlun 2023-2026 lögð fram til umræðna og kynningar.
Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

Nefndin vill benda á að mikilvægt er að sveitarstjórn skoði strax skipan í nefndir þar sem a.m.k. tvær uppfylla ekki skilyrði um jafnrétti kynja.

3.Djúpósstífla 100 ára

2302010

Farið yfir stöðu verkefnis.
Tilhlökkun er fyrir viðburði í tilefni þess að 100 ár eru frá því að stíflan var reist. Viðburðurinn verður haldinn 4. júlí kl. 17:00.

4.17. júní 2023 á Hellu

2302012

Farið yfir fyrirkomulag 17. júní á Hellu 2023.
Undirbúningur 17. júní á Hellu er vel á veg kominn.

5.Töðugjöld 2023

2302013

Farið yfir niðurstöðu fyrirspurnar meðal íbúa og tekin afstaða til litaskiptingar hverfa.
Farið yfir undirbúning Töðugjalda 2023.

Ákveðið að fjólubláa hverfið verði fjólublátt/bleikt og ákveðið að skipta græn/appelsínugula hverfinu í tvö hverfi, annað verður græn/appelsínugult og hitt svart/hvítt. Skiptingin verður þannig að græn/appelsínugula sunnan Hellubíós/blokkarinnar heldur sínum lit og allt þar fyrir norðan verður svart/hvítt. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kynna þetta á miðlum sveitarfélagsins og Töðugjalda.

Bláir bjóða heim og fjólublá/bleikir skipuleggja Töðugjöldin í ár.

6.Menningarsjóður

2302009

Sveitarstjórn samþykkti á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 að leggja til 500.000 kr í Menningarsjóð Rangárþings ytra. Farið yfir reglur sjóðsins.
Reglur samþykktar af hálfu nefndarinnar og lagt til að úthlutað verði allt að 250.000 kr að vori og a.m.k. 250.000 kr að hausti. Lagt til að auglýst verði eftir umsóknum og umsóknarfrestur verði til 31. maí að vori og til 31. október að hausti. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að auglýsa og setja upp umsóknarform á heimasíðu sveitarfélagsins.

7.Móttökuáætlun erlendra nýbúa

2208127

Farið yfir stöðu verkefnis og möguleg næstu skref.
Að setja upp móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna svo gagn sé af varð töluvert umfangsmeira en gert var ráð fyrir. Farið var yfir það efni sem sveitarfélagið styðst við í dag og lagðar til breytingar á því sem markaðs- og kynningarfulltrúa verður falið að uppfæra.

Fjölmenningarsetur Íslands setti upp “Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna? sem tilvalið er að vinna eftir og nota sem grunn. Vinnuhópurinn leggur áherslu á að horft verði til móttökuáætlunar fyrir alla nýbúa hvort sem þeir eru með íslenskan eða erlendan ríkisborgararétt. Íbúafjöldi vex ár frá ári og mikilvægt er að vel sé tekið á móti öllum og þeir upplýstir um það sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða. Verkefnið er það mikilvægt að þörf er á að skipa því fastan sess innan stjórnsýslu sveitarfélagsins með hlutastarfi.

Tillaga vinnuhópsins er sú að auglýst verði hlutastarf (25%) til þess að vinna að verkefninu áfram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?