3. fundur 08. febrúar 2023 kl. 17:30 - 19:43 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Björnsson aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Roman Jarymowicz varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Hanna Valdís Guðjónsdóttir tók þátt í fjarfundi.

1.Yfirlit yfir verkefni markaðs- og kynningarfulltrúa 2022-2026

2208122

Yfirlit yfir verkefni nefndarinnar frá síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

2.Heimasíða sveitarfélagsins

2302008

Breytingar voru gerðar á heimasíðu Rangárþings ytra í nóvember. Breytingarnar verða kynntar fyrir nefndinni ásamt vangaveltum um framtíðarbreytingar.
Lagt fram til kynningar.

3.Menningarsjóður Rangárþings ytra

2302009

Sveitarstjórn samþykkti á fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 að leggja til 500.000 kr í Menningarsjóð Rangárþings ytra. Móta þarf reglur fyrir sjóðinn.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að útfæra reglur fyrir sjóðinn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar í mars.

4.Móttökuáætlun erlendra nýbúa

2208127

Fara þarf yfir stöðu verkefnisins sem og næstu skref.
Farið var yfir stöðu verkefnisins. Ljóst er að verkefnið er umfangsmeira en talið var í upphafi.

Skipaður var vinnuhópur á fundi nefndarinnar í október sem ekki var fært í fundargerð. Hópurinn hefur hisst einu sinni. Hópinn skipa Berglind Kristinsdóttir, Brynhildur Sighvatsdóttir, Magdalena Przewlocka, Sigríður Arndís Þórðardóttir og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson.

Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að leiða verkefnið og kalla hópinn saman á næstu tveimur vikum verði því við komið.

5.Tillaga D-lista um uppsetningu fræðsluskilta í sveitarfélaginu

2212034

Fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að Jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd verð falið að gera úttekt á stöðu fræðsluskilta í sveitarfélaginu og geri áætlun um enn frekari uppsetningu slíkra skilta við sögufræga staði og aðra sem vert er að kynna sérstaklega. Unnið verði náið með hagsmunaaðilum og í samstarfi við markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Áætlunin verði kostnaðargreind og niðurstöðum skilað til sveitarstjórnar fyrir lok apríl 2023.

Greinargerð: Mikilvægt er að tryggja að íbúar og ferðamenn hafi sem bestar upplýsingar um sveitarfélagið og um áhugaverða staði. Söguskilti setja svip á þá staði sem þau eru og veita mikilvægar upplýsingar sem bæta á upplifun þeirra sem sækja staðina heim. Mikilvægt er að áætlun sé til staðar til að hægt sé að ráðast í verkefnið í áföngum á kjörtímabilinu.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að gera úttekt á stöðu fræðsluskilta í sveitarfélaginu ásamt áætlun um enn frekari uppsetningu slíkra skilta við sögufræga staði og aðra sem vert er að kynna sérstaklega og leggja fyrir nefndina í apríl.

6.Djúpósstífla 100 ára

2302010

Djúpósstífla verður 100 ára í sumar. Ræða þarf hvað gera skuli í tilefni þeirra merku tímamóta.
Á fjárhagsáætlun eru 500.000 kr áætlaðar vegna viðburðar. Nefndin leggur til að boðað verði til opins fundar í Þykkvabæ í febrúar til þess að ræða hvað skuli gera. Fundurinn verður auglýstur í Búkollu og á miðlum sveitarfélagsins. Einnig verði sett inn tilkynning í hópinn Vinir Þykkvabæjar á Facebook. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að halda utanum verkefnið.

7.Markaðsherferð

2208125

Lagt er til að vinna ekki frekar að málinu á árinu 2023 vegna annara verkefna.
Samþykkt samhljóða.

8.Fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta

2302011

Gunnar Theódór Hannesson óskar eftir 100.000 - 150.000 kr styrk til þess að halda fjölskylduhátíð á Hellu á sumardaginn fyrsta.

Nefndin leggur til að styrkja fjölskylduhátíð á Hellu um 50.000 kr og jafnframt aðstoð markaðs- og kynningarfulltrúa við að vekja athygli á viðburðinum.

9.17. júní 2023 á Hellu

2302012

Ræða þarf fyrirkomulag 17. júní á Hellu 2023.
Nefndin mun halda 17. júní á Hellu 2023 í samstarfi við Markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að leggja áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

10.Töðugjöld 2023

2302013

Töðugjöld verða haldin 18. - 20. ágúst 2023.
Markaðs- og kynningarfulltrúi mun halda utanum Töðugjöld líkt og verið hefur undanfarin ár. Á áætlun eru 2.000.000 kr en auk þess verður óskað eftir styrkjum frá fyrirtækjum á svæðinu.

Árið 2022 var það gula hverfið sem kom að framkvæmd ásamt markaðs- og kynningarfulltrúa og græn/appelsínugula hverfið bauð heim.

Hverfunum var fjölgað árið 2022. Lagt er til að gera fyrirspurn meðal íbúa á Facebook hvort fjölga eigi hverfum eða litum t.d. skipta upp græn/appelsínugula hverfinu í tvö hverfi og hvort bæta eigi lit við fjólubláa hverfið. Nefndin mun taka afstöðu í framhaldi.

Fyrsti undirbúningsfundur Töðugjalda með hverfinu er áætlaður í apríl.

Fundi slitið - kl. 19:43.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?