6. fundur 08. maí 2024 kl. 15:15 - 16:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
  • Jón Ragnar Björnsson aðalmaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður

1.Menningarsjóður RY 2024 - fyrri úthlutun

2402070

Alls bárust 6 umsóknir í fyrri úthlutun Menningarsjóðs Rangárþings ytra 2024.

Sótt var um styrk fyrir sex verkefnum að upphæð alls 1.166.572 en 250.000 eru til úthlutunar að þessu sinni.

Nefndin þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar umsóknir.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og hefur tekið ákvörðun um úthlutun. Nefndin felur markaðs- og kynningafulltrúa að ganga frá greinargerðum með rökstuðningi fyrir hverja umsókn og að hafa samband við alla umsækjendur varðandi niðurstöðu.

Niðurstaðan verður tilkynnt opinberlega þegar haft hefur verið samband við alla umsækjendur og styrkurinn verður svo formlega afhentur styrkhöfum á 17. júní næstkomandi.

Samþykkt samhljóða

2.Byggðaþróunarfulltrúi - kynning

2404188

Stefán Friðrik Friðriksson kemur á fundinn og kynnir sig og sitt starfssvið.

3.Frístundavefur

2404183

Kynntar hugmyndir um sameiginlegan frístundavef Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Ásahrepps og Mýrdalshrepps.
Nefndin tekur mjög vel í hugmyndina og leggur til að ráðist verði í verkefnið.

4.Atvinnubrú - verkefni með stuðningi Sóknaráætlun Suðurlands

2403051

Verkefnið Atvinnubrú kynnt fyrir nefndarfólki.

5.80 ára afmæli lýðveldisins

2403002

Farið yfir skipulag 17. júní hátíðahalda.

6.17. júní 2024

2402069

Farið yfir skipulag 17. júní hátíðahalda á Hellu.
Markaðs- og kynningarfulltrúi falið að vinna skipulagið áfram.

7.Töðugjöld 2024

2402068

Farið yfir skipulag Töðugjalda 2024.
Farið yfir skipulag og markaðs- og kynningafulltrúa falið að halda áfram með skipulag.

8.Íbúaráð

2403036

Fyrirætlanir um stofnun íbúaráðs kynntar fyrir nefndinni.

9.Víkingurinn 2024

2402064

Víkingurinn 2024 hefur gengið til samninga við önnur sveitarfélög í ár en RY hefur óskað eftir að taka á móti viðburðinum árið 2025. Skipuleggjendur Víkingsins verða í sambandi við markaðs- og kynningafulltrúa þegar nær dregur.

10.Menningarsalur - aðgengismál

2403016

Á síðasta fundi nefndarinnar kom fram fyrirspurn um aðgengismál í Menningarsalnum á Hellu. Aðgengismálum þar er ábótavant og hafa forstöðuaðilar Menningarsals óskað eftir samtali við sveitarfélagið um þau mál.
Nefndin felur markaðs- og kynningafulltrúa að athuga með samvinnu og kalla eftir kostnaðar- og verkáætlun.

11.Street View

2405015

Nefndin tekur vel í að taka tilboði um myndefni fyrir street view og felur markaðs- og kynningafulltrúa að skoða hvort fjármögnun sé til staðar eða sækjast eftir fjármagni í verkefnið ef þess þarf.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?