7. fundur 04. júní 2024 kl. 11:45 - 13:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Berglind Kristinsdóttir formaður
  • Hanna Valdís Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Arndís Þórðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Kristinsdóttir formaður

1.Atvinnubrú - verkefni með stuðningi Sóknaráætlun Suðurlands

2403051

Helga Kristín Sæbjörnsdóttir mætir á fundinn og kynnir verkefnið „Atvinnubrú“.
Nefndin þakkar Helgu fyrir áhugaverða kynningu og felur markaðs- og kynningafulltrúa að taka saman lista yfir fyrirtæki sem gætu verið líkleg til að taka þátt í verkefninu.

2.Frístundavefur

2404183

Áætlanir um sameiginlegan frístundavef Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Ásahrepps, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps kynntar.
Búið er að fá samþykki fyrir verkefninu og vonir standa til að nýr vefur verði tilbúinn með haustinu.
Nefndin lýsir yfir ánægju með verkefnið og hlakkar til að taka þátt í því.

3.17. júní 2024

2402069

Farið yfir skipulag 17. júní hátíðahaldanna.

4.Menningarsjóður RY 2024 - fyrri úthlutun

2402070

Styrkur sem Leikfélag Rangæinga fékk árið 2023 færist milli ára og greiðist út 2024.
Fyrri úthlutun fer formlega fram 17. júní nk. en búið er að gera styrkhöfum viðvart.
Styrkþegar í fyrri úthlutun eru:
- Raddir í Rangárþingi: Rokkveisla - kr. 200.000
- „Kríukroppur“ - einleikur Birtu Sólveigar Söring Þórisdóttur - 50.000

5.Myrkurgæði og vetrarferðaþjónusta - Erindi frá Lava Center og Midgard

2404100

Nefndin styður þetta verkefni heilshugar og hvetur sveitarfélögin og fyrirtækin á svæðinu til þátttöku.
Huga þarf að kynningu og útfærslu. Æskilegt væri að setja tímalínu á verkefnið.

6.Ísland 2030 - bók og vefsvæði um atvinnuhætti og menningu

2405051

Nefndin leggur til að vera ekki með í bókinni en taka þátt í rafrænu útgáfunni með uppfærslu annað hvert ár.

7.Töðugjöld 2024

2402068

Farið yfir skipulag og undirbúning Töðugjalda 2024.
Lagt til að kynna göturnar sem koma að undirbúningi töðugjalda á 17. júní og boða í kjölfarið til fundar til að hefja undirbúning.
Nefndin ákveður að kosta Leikhópinn Lottu 18. ágúst nk. - frítt inn fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?