10. fundur 03. maí 2023 kl. 08:15 - 09:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins jan-mars.
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-mars 2023.

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og gera grein fyrir rekstri ársins 2022 og horfur á árinu 2023.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

2.Skóladagtöl 2023-2024

2304063

Drög að skóladagatölum 2023-2024.
Lögð fram drög að skóladagatölum 2023-2024 fyrir skóla Odda bs.

Leikskólastjórar fóru yfir skóladagatöl leikskólanna. Skóladagatöl grunnskólanna lögð fram til kynningar.




3.Vorfundur Odda bs.

2304073

Lagt til að vorfundur Odda bs. verði haldinn mánudaginn 22. maí nk. kl. 16:00 í Laugum fundarsal sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu

2304020

Lagt fram til kynningar upplýsingar frá Háskólanum á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræðum á landsvísu.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?