12. fundur 12. júní 2023 kl. 14:00 - 15:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2306009

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi,Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots, Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

2.Verkfallsaðgerðir BSRB hjá Odda bs.

2305035

Stjórn fagnar því að lausn hafi náðst í kjaradeilunni en telur mikilvægt að staða Odda bs. varðandi kjarasamningsumboð Sambands íslenskra sveitarfélaga verði skýrt nánar því það hafi verið skilningur sveitarfélagana að Oddi bs. félli undir samningsumboðið.

3.Bókasöfn. Gjaldtaka

2305073

Rætt um hvort hætta eigi gjaldtöku í öllum bókasöfnum sem Oddi bs. stendur að. Ljóst er að fjárhagslegir hagsmunir eru óverulegir og töluverð vinna fylgir því að halda utan um gjaldstökuna.

Stjórn Odda bs. leggur til að gjaldtöku verði hætt í bókasöfnunum frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða.

4.Staða aðstoðarleikskólastjóra við Leikskólann Laugalandi

2305016

Lagt fram minnisblað leikskólastjóra Leikskólans á Laugalandi varðandi tímabundna ráðningu aðstoðarleikskólastjóra í hálft starf.

Stjórn samþykkir að ráðinn verði aðstoðarleikskólastjóri tímabundið til eins árs enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar ársins.

5.Erindi frá Fjölskyldunefnd í Rangárþingi eystra

2305005

Lagt fram erindi frá fjölskyldunefnd Rangárþings eystra um möguleika þess að gerður verði samstarfssamningur milli Rangárþings eystra og Odda bs. við Samtökin 78.

Stjórn leggur til að skoða málið í samstarfi við Rangárþing eystra og fá kynningu frá Samtökunum fyrir sveitarfélögin áður en vinna við fjárhagsáætlun hefst.

6.Útileiksvæði á framkvæmdatímum - ályktun starfsmannafundar

2306002

Lögð fram ályktun starfsmannafundar Grunnskólans á Hellu varðandi áhyggur af útleiksvæði barna við skólann á meðan framkvæmdum við stækkun skólans stendur.

Stjórn tekur undir áhyggjur starfssmanna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við skólastjóra og forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs.

7.Þátttaka í FabLab smiðju - erindi til Héraðsnefndar

2305076

Lagt fram erindi frá Háskólafélagi Suðurlands og forstöðumanni FabLab smiðju á Selfossi um stuðning Héraðsnefndar Rangæinga við verkefnið sem næmi kr. 300 á hvern íbúa.

Stjórn leggur til að fengin verði afstaða skólastjórnenda grunnskólanna til verkefnisins.

8.Erindi frá foreldraráði Heklukots

2306018

Lagt fram erindi frá foreldraráði leikskólans Heklukoti þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun að loka leikskólum milli jóla og nýars.

Stjórn leggur áherslu á að um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs til að bæta starfsaðstæður í leikskólum. Staðan verði endurmetin í ljósi reynslunnar.

9.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2305059

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

10.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2023

2305028

Lagt fram til kynningar.
Stjórn leggur til að næsti fundur stjórnar Odda bs. verði 14. ágúst nk. kl. 8:15.

Eftir stjórnarfund fóru stjórnarmenn í skoðunarferð í nýbyggingu fyrsta áfanga við Grunnskólann á Hellu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?