14. fundur 06. september 2023 kl. 08:15 - 09:40 Menningarmiðstöðinni Laugalandi
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-júlí 2023.

Stjórn þakkar Klöru fyrir yfirferðina. Viðauki við fjárhagsáætlun 2023 verður lagður fram á næsta fundi Odda bs.

2.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2306009

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar. Skólastjórar fóru yfir fjölda nemenda, húsnæðismál og starfsmannamál. Rætt var um nauðsyn þess að endurskoða reglur um flutning milli skólahverfa. Skólastjórum falið að vinna málið áfram og skila inn tillögum inn fyrir áramót.
Eftir fund þá fór stjórn í skoðunarferð um húsnæði leik- og grunnskóla á Laugalandi.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?