15. fundur 04. október 2023 kl. 08:15 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Rekstraryfirlit jan-ágú 2023
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstrartölur fyrstu 8 mánuði árins. Nokkuð er um frávik sem skýrast að mestu af auknum launakostnaði vegna kjarasamningshækkana og hærri verðbólgu en gert var ráð fyrir.

2.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2023. Viðaukar

2309065

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Odda bs. 2023
Lögð fram beiðni frá Grunnskólanum á Hellu vegna aukins stöðugildis stuðningsfulltrúa vegna þrifa í nýbyggingu og gæslu utanhúss og 60% starf vegna aukins stuðnings. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór síðan yfir tillögu að viðauka 1 fyrir Odda bs.

Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2023. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstarkostnaði að fjárhæð kr. 63.160.000 sem stafar að langmestu leyti af hækkun á launakostnaði vegna áhrifa kjarasamninga. Nemur sú fjárhæð kr. 46.000.000 en gert var ráð fyrir 5% launhækkun en meðaltalshækkun varð 8,8%. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi kr. 8.724.000 kr. og Rangárþingi ytra kr. 54.436.000.

Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu. Ljóst er að útgjöld vegna reksturs Laugalandsskóla er talsvert umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Stjórn leggur áherslu á að forstöðumenn fylgi samþykktum fjárhagsáætlunum eins og kostur er, öll frávik frá áætlunum þurfa að koma til umfjöllunar stjórnar áður en til þeirra er stofnað. Sveitarstjóra og formanni stjórnar Odda falið að ræða við skólastjórnendur um leiðir til úrbóta.

3.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2024

2309076

Undirbúningur fjárhagsáætlun Odda bs. 2024-2027
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar Odda bs. fyrir árið 2024.

4.Opnunartími leikskóla

2309062

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum og gerðu einnig grein fyrir hugmyndum um neyðarvistun leikskólabarna þegar leikskólar væru lokaðir milli jóla og nýárs

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og vísar hugmyndum um neyðarvistun til haustfundar Odda bs.

5.Leikskólinn Laugalandi. Staða umbótaáætlunar

2309061

Lagðar fram upplýsingar um stöðu á umbótaáætlun vegna leiksskólans á Laugalandi og Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðunni.

Stjórn þakkar leikskólastjóra fyrir upplýsingarnar.

6.Menntavísindastofnun HÍ. Íslenska æskulýðsrannsóknin

2309079

Lögð fram til kynningar niðurstöður í íslensku æsklýðsrannsóknarinnar sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Rannsóknin fór fram vorið 2023 í Grunnskólanum á Hellu.

7.ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023

2308001

Lögð fram beiðni frá ADHD samtökunum eftir samstarfi við Rangárþing ytra um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi samtakanna á svæðinu.

Stjórn þakkar fyrir erindið en hyggst ekki nýta sér þetta úrræði að þessu sinni.

8.Haustfundur Odda bs. 2023

2309075

Stjórn samþykkir að haustfundur Odda bs. verði haldinn mánudaginn 9. október kl. 16:00 í fundarsalnum Laugum í Miðjunni á Hellu.

9.Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla - Mennta- og barnamálarn.

2302156

Lagt fram til kynningar.

10.Meðferðarheimilið Lækjarbakki - samningur við Laugalandsskóla 2023-2025

2309005

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?