1.Mannauðsmál skólanna
1610046
Í upphafi skólaárs er gert ráð fyrir að skólastjórar geri fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun og endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 246 börn í grunnskólum haustið 2023 en voru 230 haustið 2022 og 118 börn í leikskólunum haustið 2023 en voru 126 haustið 2022.
Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 246 börn í grunnskólum haustið 2023 en voru 230 haustið 2022 og 118 börn í leikskólunum haustið 2023 en voru 126 haustið 2022.
2.Aðstaða og búnaður skólanna
1610047
Árlega er gert ráð fyrir að skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar leik- og grunnskóla greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru yfir atriði sem snúa að þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár er hafin.
Skólastjórar leik- og grunnskóla greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru yfir atriði sem snúa að þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár er hafin.
3.Opnunartími leikskóla
2309062
Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og Guðbjörg Matthíasdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Laugalandi gera grein fyrir hugmyndum um vistun leikskólabarna þegar leikskólar væru lokaðir milli jóla og nýárs
Þá var líka almennt rætt um þær áskoranir sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi mönnun, opnunartíma, styttingu vinnuvikunnar, orlofstöku o.fl. sem tengist mannauðsmálum þeirra.
Stjórn felur leikskólastjórum að koma með tillögur að reglum um vistun milli jóla og nýárs og leggja fyrir næsta fund stjórnar Odda bs.
Þá var líka almennt rætt um þær áskoranir sem leikskólar standa frammi fyrir varðandi mönnun, opnunartíma, styttingu vinnuvikunnar, orlofstöku o.fl. sem tengist mannauðsmálum þeirra.
Stjórn felur leikskólastjórum að koma með tillögur að reglum um vistun milli jóla og nýárs og leggja fyrir næsta fund stjórnar Odda bs.
4.Starfsdagar í Heklukoti. Tillaga að breytingum
2310015
Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots fór yfir breytingar sem þyrfti að gera á skóladagatali Heklukots til að samræma við skóladagatal Grunnskólans á Hellu.
Stjórn samþykkir tillögur um breytingu á skóladagatali Heklukots og leggur áherslu á að þær séu vel kynntar fyrir foreldrum.
Stjórn samþykkir tillögur um breytingu á skóladagatali Heklukots og leggur áherslu á að þær séu vel kynntar fyrir foreldrum.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Guðbjörg Matthíasdóttir embættismaður
Ingigerður Stefánsdóttir embættismaður
Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
Yngvi Karl Jónsson embættismaður
Hrafnhildur Andrésdóttir áheyrnarfulltrúi
Ragnar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Klara Viðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fríða Björg Þorbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Sigríður Theodóra Kristinsdóttir áheyrafulltrúi