17. fundur 01. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður stjórnar lagði til að við dagskránna myndi bætast við eitt mál, liður 2, Gjaldskrá Odda bs 2024.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir liðum 1-3.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir jan.-sept. 2023. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Gjaldskrá Odda bs. 2024

2310093

Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2024. Gjaldskráin gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 8% m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í nóvember (2022-2023), dagvistargjöld í leikskóla hækki um 10% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 9,8% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs. Lagt til að gjald fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun verði kr. 2000 á mánuði. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2024.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Odda bs. 2024

2309076

Lögð er fram og rædd tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt vinnufund m.a. með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.520.791.000 sem er 10,51% frá áætlun síðasta árs. Framlögin skiptast þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.311.454.199 og hlutur Ásahrepps kr. 209.336.801. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2023 sem er 242 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 141,3 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2024 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

4.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2306009

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

5.Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla - Mennta- og barnamálarn.

2302156

Sveitarstjóri, Kristín Sigfúsdóttir og Yngvi Karl Jónsson skólastjórar og gera grein fyrir þeim aðferðum sem kynntar voru varðandi kerfi til að stýra fjármunum til grunnskóla.

Stjórn þakkar fyrir upplýsingarnar.

6.Skóladagheimili. Opnunartími vegna Starfsmannafunda

2310048

Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskólans á Hellu varðandi þá hugmynd um að skóladagheimilið í Grunnskólanum á Hellu loki fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 15:00 til að allir starfsmenn skólans geti mætt saman á starfsmannafundi.

Stjórn Odda bs tekur jákvætt í erindið en leggur áherslu á að það verði vel kynnt fyrir foreldrum og taki ekki gildi fyrr en um næstu áramót.

7.Opnunartími leikskóla

2309062



Lagt fram minnisblað frá skólastjórum leikakólanna á Laugalandi og Hellu varðandi tillögu og útfærslu að vistun/neyðarvistun að uppfylltum sérstökum skilyrðum fyrir leikskólabörn vegna lokunnar leikskólana milli jóla og nýars.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur leikskólastjórum að upplýsa foreldra um þetta úrræði og skilyrði fyrir þessari þjónustu.

8.Trúnaðarmál - Byggðasamlagið Oddi

2310003

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?