19. fundur 31. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir árið 2023. Reksturinn var í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Kristinn Ingi Guðnason aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

3.Þróun grunnskólastarfs. Úttekt

2311033

Á fundinn mæta í fjarfundi Ingvar Sigurgeirsson og Lilja M. Jónsdóttir ráðgjafar hjá Skólastofunni slf og gera grein fyrir stöðu á vinnu við úttekt og þróun á grunnskólastarfi í sveitarfélaginu og næstu skrefum.

Stjórn þakkar Ingvari og Lilju fyrir upplýsingarnar.

4.Skólastjóri Laugalandsskóla. Ráðning

2401050

Rætt um ferli við ráðningu skólastjóra Laugalandsskóla. Lagt til ráða Ingvar Sigurgeirsson co. Skólastofuna slf sem ráðgjafa við ráðningarferlið. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Starfsmannastefna Endurskoðun.

2312030

Rætt var um starfsmannastefnu byggðarsamlagsins en Rangárþing ytra hefur samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Lagt til að unnin verði sér starfsmannastefna fyrir byggðasamlagið Odda bs. samhliða vinnu við endurskoðun á starfsmannastefnu Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

6.Menntaverðlaun Suðurlands 2023 - opið fyrir tilnefningar

2401047

Lagðar fram upplýsingar frá SASS um tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Stjórn Odda bs. felur framkvæmdastjóra að senda inn tilnefningu í samræmi við umræður á fundinum. Stjórn hvetur einnig íbúa og skólasamfélagið að senda inn tilnefningar fyrir 4. febrúar n.k.

Samþykkt samhljóða.

7.Kynning á könnun - Agnieszka A. Korpak

2401039

Lögð fram beiðni frá Agniezku Aureliu Korpak meistaranema við HÍ um leyfi til upplýsingar frá leikskólum sveitarfélagsins vegna meistaraverkefnis um rannsókn á því hvernig kennarar og leikskólastarfsmenn á Íslandi skynja áhuga sinn á tónlist.

Stjórn samþykkir að gefa leyfi til rannsóknarinnar í leikskólum sveitarfélagins.

8.Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum svfl. 2022

2401052

Farið var yfir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstarkostnað leikskóla á Íslandi fyrir árið 2022. Þar kemur fram að nettórekstarkostnaður án innri leigu á heildagsígildi í Leikskólanum Heklukoti er kr. 3.082.000 (brúttó 3.357.000), en var 2021 kr. 3.061.000 (brúttó 3.297.000), og Leikskólanum Lauglandi kr. 2.858.000 (brúttó 3.201.000), en var 2021 kr. 2.916.000 (brúttó 3.151.000).

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?