22. fundur 03. apríl 2024 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1-3.

1.Ársreikningur Odda bs 2023

2403064

Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2023 fyrir byggðasamlagið Odda bs.

Rekstrartekjur byggðasamlagsins námu 1.507,9 millj. kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 202.5 millj. kr. milli ára eða um 13,5%. Námu laun byggðasamlagsins 833,4 millj. kr. (2022; 733,2 millj. kr.), og launatengd gjöld námu 199,6 millj. kr. (2022; 174,8 millj. kr.). Launakostnaður jókst á milli ára um 14% sem skýrist að mestu af kjarasamningsbundnum hækkunum.
Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna miðað við nemendafjölda. Auk þess greiða sveitarfélögin fæðisgjöld í mötuneyti fyrir grunnskólabörn.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

2.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-febrúar 2023.

3.Gjaldskrá Odda bs. 2024

2310093

Lögð fram og rædd tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2024 í kjölfar kjarasamninga á almennum markaði og stefnuyfirlýsingar ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillaga að breytingu á gjaldskrá sem tekin var 1. nóvember 2023 gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 3,5% í stað 8%, dagvistargjöld í leikskóla hækki um 3,5% í stað 10% og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 3,5% í stað 9,8%. Lagt til að gjald fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun verði óbreytt frá upphaflegri gjaldskrá 2024.

Breytingar á gjaldskráninni taki gildi frá og með 1. júlí 2024.

Breytingar á gjaldskrá samþykkt samhljóða.

4.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

5.Þróun grunnskólastarfs. Úttekt

2311033

Lögð fram skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar og Lilju M. Jónsdótttur hjá Skólastofunni um mat á starfi Grunnskólans á Hellu og Laugalandsskóla.

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir áherslupunktum/forgangsröðun skólanna í kjölfar skýrslunnar.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og samþykkir að fela framkvæmdastjóra í samráði við skólastjóra grunnskólanna að leggja fram drög að tímasettri aðgerðaráætlun sem tekur mið af ábendingum skýrslunnar fyrir næsta stjórnarfund Odda.

6.Efling dönskukennslu á Íslandi

2403063

Lögð fram beiðni frá Menntavísindasvið Háskóla Íslands um hvort Oddi bs. vilji taka þátt í verkefni vegna farkennara í dönsku skólaárið 2024-2025 en um er að ræða samstarfsverkefni danska og íslenska ríksins.

Stjórn Odda bs. tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra í samráði við skólastjóra grunnskólana að vinna málið áfram.

7.Bréf til sveitarfélaga - hljóðvist í skólum

2403049

Lagt fram erindi frá Umboðsmanni barna þar sem hvatt er til við endurbætur á skólahúsnæði að huga að hljóðsvist í skólahúsnæði.

Stjórn Odda tekur undir að huga þarf að hljóðvistarmálum í skólum og vísar málinu til skoðunar hjá forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs.

8.Skólastjóri Laugalandsskóla. Ráðning

2401050

Lagðar fram upplýsingar um umsóknir um staf skólastjóra Laugalandsskóla en alls bárust fjórar umsóknir um starfið.

Framkvæmdarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við ráðgjafa.

9.Þróun leikskólastarfs

2403081

Lagðar fram hugmyndir um leiðir til að þróa þjónustu leikskóla.

Stjórn samþykkir að stofna starfshóp til að skoða leiðir að þróa þjónustu leikskóla Odda bs. þar sem væru fulltrúar foreldra, starfsmanna og stjórnenda leikskólanna og stjórnar. Framkvæmdastjóra falið að ráða verkefnisstjóra til að leiða þá vinnu og útbúa verklýsingu fyrir hópinn.

10.Beiðni HÍ um þáttöku í rannskókn í talmeinafræði í leikskólum

2403075

Lagt fram erindi frá talmeinadeild HÍ í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg og Menntamálastofnun þátttöku í verkefninu LANIS í leikskólum. Markmiðið með LANIS er að bera kennsl á börn við þriggja ára aldur sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig og læra tungumál. Með því opnast möguleiki á viðeigandi markvissri örvun í tæka tíð en vitað er að miklar framfarir eru í málþroska barna frá þriggja til fimm ára. Skimunartækið er tvíþætt annars vegar er LANIS tæki fyrir foreldra og hins vegar hliðstætt LANIS tæki fyrir leikskólakennara.

Stjórn Odda bs. samþykkir að leikskólar Odda bs. geti tekið þátt í verkefninu.

11.Opnunartími skóladagheimilis

2403080

Lagt fram erindi frá Sunnu Björg Bjarnadóttur varðandi hvort hægt væri hægt að opna skóladagheimilið á Hellu að loknu sumarfríi í stað þess að yngsti árgangurinn sé gefinn kostur á að vera í leikskóla.

Stjórn Odda bs. vísar málinu til skoðunar hjá skólastjórum leik- og grunnskóla.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?