1. fundur 11. janúar 2016 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Egill Sigurðsson boðaði forföll

1.Vinnureglur stjórnar Odda bs

1512030

Fundaáætlun, verkaskipting ofl.
1.1. Fundaáætlun stjórnar og fræðslunefndar

Reiknað er með að stjórn Odda bs fundi sem hér segir fram til vors: 22/2, 21/3, 25/4, 23/5 og 27/6. Þá er áætlað að fræðslunefnd fundi 28/1 og 19/5.



1.2 Framkvæmdastjórn

Samkvæmt samþykktum Odda bs þá fer sveitarstjóri Rangárþings ytra með framkvæmdastjórn byggðasamlagsins. Stjórn Odda bs veitir framkvæmdastjóra fullt umboð til að samþykkja reikninga fyrir hönd byggðasamlagsins. Einnig er forstöðumönnum fræðslustofnana veitt umboð til að samþykkja reikninga eins og verið hefur.



1.3 Útfærsla á fræðslunefnd.

Útfæra þarf vinnulagið gagnvart næsta skólaári m.a. hvenær fundað er með áheyrnarfulltrúum. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að vinna tillögur og leggja fyrir stjórn.

2.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Viðhengi v/ráðningasamninga og önnur atriði sem þarf að útfæra.
Farið var yfir atriði úr samþykktum fyrir byggðasamlagið Odda sem þarf að útfæra eða klára.



2.1 Áætlun til fjögurra ára (3. gr.)

Ákveðið að beina undirbúningi að slíkri áætlun til umræðu hjá fræðslunefnd.



2.2 Um réttindi og skyldur starfsmanna (5. gr.)

Framkvæmdastjóra falið að sjá til þess að gerður verði viðauki með öllum núgildandi ráðningarsamningum þar sem fram kemur að breytingar á rekstrarformi skerða á engan hátt réttindi og skyldur starfsmanna skólanna.



2.3 Um forgangsröð í leikskóla (6. gr.)

Málið er í farvegi hjá fræðslunefnd.



2.4 Um varamenn í stjórn Odda bs. (7. gr.)

Ekki er tiltekið sérstaklega í samþykktum fyrir Odda bs hverjir séu varamenn oddvita í stjórn en skilningur stjórnar er að varaoddvitar séu varamenn oddvita.



2.5 Um val á endurskoðendum (9. gr.)

Framkvæmdastjóra falið að leita eftir samningi við KPMG um endurskoðun reikningar byggðasamlagsins.

3.Skólastefna Rangárþings ytra og Ásahrepps

1411084

Útgáfa og kynning, lógó
Framkvæmdastjóra falið að gefa út skólastefnu sveitarfélaganna og dreifa á öll heimili í báðum sveitarfélögum.



Rætt um mikilvægi þess að hanna sérstakt merki (lógó) fyrir byggðasamlagið. Afgreiðslu frestað.

4.Skólagjaldskrár 2016

1601001

Gjaldskrár leikskóla, útfærsla afslátta, bókasöfn, mötuneyti.
Fyrir liggur tillaga til samþykktar að gjaldskrá fyrir Odda bs.



Gjaldskráin er samþykkt samhljóða

5.Þjónustusamningur um trúnaðarlækni og heilbrigðismál

1501020

Samningur við HSU
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?