4. fundur 06. júní 2016 kl. 13:00 - 15:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 2.

1.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10

1603011

Tillaga er um að staðfesta fundargerð Fræðslunefndar.Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit Oddi 23052016

1605026

Yfirlit um rekstur Odda bs jan-apr.
Farið var yfir tölur úr rekstri til loka maí 2016.

3.Yfirlit um fjölda rýma á leikskólum Odda bs.

1603046

Fjöldi í árgöngum.
Lagðar voru fram tölur um fjölda í árgöngum til kynningar. Ljóst að um fjölgun er að ræða í leikskólunum. Rætt var um mögulegar útfærslur en ÁS í félagi við skólastjóra falið að útfæra tillögur til skoðunar á næsta fundi Odda bs.Samþykkt samhljóða.

4.Vinnureglur stjórnar Odda bs

1512030

Útfærsla á fræðslunefnd - hugmyndir til umræðu.
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna frá því í desember lýkur umboði fræðslunefndar á fyrra formi nú í júní. Tillaga er um að fyrirkomulag fræðslunefndar verði með þeim hætti að stjórn Odda og áheyrnarfulltrúar starfsmanna og foreldra myndi nefndina og fundir verði á fyrirfram ákveðnum dögum tvisvar á skólaári. Aukafundir verði síðan eftir þörfum.Samþykkt samhljóða.Ákveðið að undirbúa vinnufund stjórnar Odda þann 15 ágúst n.k. Næsti stjórnarfundur Odda bs er ráðgerður 27. júní n.k.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?