6. fundur 26. september 2016 kl. 13:00 - 15:45 Laugum - fundarsal skrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Elín Grétarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Oddi bs. - vinnufundur - 1

1609003

Fundargerðin lögð fram til kynningar og vísað til umfjöllunar um einstaka liði hennar.



1.1 1512030 - Vinnureglur stjórnar Odda bs



Tillaga um að fastsettir verði tveir fundardagar á ári þar sem stjórn Odda í hlutverki fræðslunefndar fundar með lögbundnum áheyrnarfulltrúum. Þessir fundir séu við upphaf og lok skólaárs. Um sé að ræða reglubundna fundi stjórnar Odda sem í þessum tilfellum séu helgaðir þeim málefnum sem falla undir verksvið fræðslunefndar lögum samkvæmt. Lagt er til að reglubundnir fundir stjórnar Odda í september og maí verði helgaðir fræðslunefndarmálum. Þetta árið verði þó miðað við næsta fund stjórnar Odda bs. Komi upp fræðslunefndarmálefni sem þörf er á að taka fyrir á öðrum tímum þá verði þau byggð inn í reglubundna fundi stjórnar Odda sem sér dagskrárliður og áheyrnarfulltrúar boðaðir til setu á fundi undir þeim liðum. Liðir sem teljast sérstakir fræðslunefndarliðir eru sérstaklega auðkenndir í fundargerðum stjórnar Odda. Lagt er til að bjóða skólastjóra Tónlistarskólans að sitja þessa tvo fundi sem áheyrnarfulltrúi.



Samþykkt samhljóða.





1.2 1609014 - Verkefnaáætlun stjórnar Odda 2016-2017.



2.1. Mötuneytismál.

Tillaga um að fela NJ og ÁS að ræða við skólastjóra varðandi stefnu í mötuneytismálum til framtíðar og skila inn minnisblaði til stjórnar Odda.



Samþykkt samhljóða.



2.2 Íbúðir fyrir kennara.

Tillaga um að beina þeim tilmælum til sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps að ákveða fyrirkomulag varðandi úthlutanir íbúða til að tryggja það að grunn- og leikskólarnir hafi sem tryggastan og jafnastan aðgang að þeim íbúðum sem til ráðstöfunar eru.



Samþykkt samhljóða.



2.3 Gjaldskrármál.

Gjaldskrá Odda er samræmd fyrir skólana. Tíðkast hefur að foreldrar greiði fyrir ávaxtahressingu fyrir hádegi á Laugalandi en ekki á Hellu. Tillaga um að þetta verði samræmt að fullu og ekki tekið gjald fyrir heldur sé þetta innifalið í mötuneytisgjaldi frá og með 1. október.



Samþykkt samhljóða.



2.4 Húsvarsla.

Tillaga um að skoða fyrirkomulag húsvörslu og hvernig hún falli best að rekstri fasteigna skólanna nú þegar fyrirkomulagi Húsakynna bs hefur verið breytt og Odda bs komið á laggir. NJ og ÁS falið að skoða málið og ræða við skólastjórnendur og skila minnisblaði til stjórnar Odda bs á næsta fundi.



Samþykkt samhljóða.



2.5 Einkennismerki.

Tillaga um að koma upp einkennismerki fyrir Odda bs. Óskað verði eftir hugmyndum frá nemendum skólanna í samráði við skólastjórnendur.



Samþykkt samhljóða.



2.6 Skólaakstur og starfslýsingar.

Tillaga um að ÁS verði falið að fara yfir með skólastjórum öryggisatriði varðandi skólaakstur. Einnig varðandi starfslýsingar almennt og skili inn minnisblaði til stjórnar Odda bs.

Jafnframt verði gengið eftir því að föst regla sé að allt starfsfólk Odda bs. og verktakar skili inn sakavottorði.



Samþykkt samhljóða.





1.3 1603046 - Yfirlit um fjölda rýma á leikskólum Odda bs.

Ekki er talinn grundvöllur fyrir sérstaka ungbarnadeild að sinni og því lagt til að pósthúsið verði sveitarfélaginu til annarrar ráðstöfunar í vetur - staðan verði síðan endurmetin næsta sumar.



Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit Oddi 26092016

1609047

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins jan-ágúst.
KV fór yfir rekstur Odda bs. fram til 31.08.2016. Einnig var farið yfir afkomuspá fram til áramóta.

3.Umsókn um námsstyrk til náms í leikskólafræðum.

1609035

Hafdís Ásgeirsdóttir hyggur á M.Ed. nám í leikskólafræðum og óskar eftir styrk sbr. reglur þar um.
Tillaga um að samþykkja umsóknína.



Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Foreldrafærninámskeið

1608022

Ósk um stuðning við foreldrafærninámskeið frá Félags- og skólaþjónustunni.
Erindið tekið fyrir og ÁS falið að funda með forstöðumönnum Félags- og skólaþjónustunnar og leita frekari upplýsinga um útfærslu stuðnings við verkefnið.



Samþykkt samhljóða.

5.Eftirlit í Leikskólann Heklukot

1609040

Skýrsla frá reglubundnu eftirliti HES.
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla - yfirlit 2015

1609031

Samantekt frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?