10. fundur 05. desember 2016 kl. 13:00 - 15:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit 05122016

1612004

Rekstur Odda jan-okt 2016
Farið var yfir rekstraryfirlit Odda bs janúar-október 2016.

2.Skólagjaldskrár 2017

1612003

Tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs 2017
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á fyrirkomulagi gjalds fyrir skóladagheimili og fæði. Leikskólagjöld eru óbreytt frá fyrra ári en skerpt er á texta varðandi fyrirkomulag afsláttarreglna.Samþykkt samhljóða og vísað til aðildarsveitarfélaga til staðfestingar.

3.Rekstraráætlun 2017 - Oddi bs.

1610048

Breyting á samþykktri áætlun vegna nýrra samninga kennara.
Lögð fram tillaga um að breyta fjárhagsáætlun Odda bs. fyrir árið 2017 í samræmi við nýgerða samninga við grunnskólakennara. Breytingin hækkar launaliði áætlunarinnar um 11,9 m.Samþykkt samhljóða

4.Rannsókn á vegum HÍ - ósk vegna spurninglista

1612005

Alma Sigurbjörnsdóttir sálfræðinemi óskar eftir leyfir til að mega leggja spurningalista fyrir foreldra leikskólabarna.
Lagt fram erindi frá Ölmu Sigurbjörnsdóttur sálfræðinema sem óskar eftir að fá að leggja rafræna könnun fyrir foreldra 3-5 ára leikskólabarna. Leitað hefur verið álits persónuverndar og siðanefndar Háskóla Íslands og er ekki gerð athugasemd af þeirra hálfu. Tillaga er um að stjórn Odda geri ekki athugasemd við að slík könnun sé lögð fyrir.Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?