11. fundur 23. janúar 2017 kl. 10:00 - 12:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fundinn sat einnig Klara Viðarsdóttir undir liðum 1 og 5.

1.Rekstraryfirlit Oddi 20012017

1701022

Yfirlit um rekstur ársins 2016
Farið yfir rekstur ársins 2016 en flestar tölur eiga að vera komnar í hús. Reiknað er með að lokaniðurstaða ársins verði komin lok mánaðarins en útlit er fyrir að áætlun standist ágætlega.

2.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017

1701015

Menntamálastofnun í samvinnu við Odda bs vinnur að ytra mati á Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla.
Fyrir liggur að Menntmálastofnun er tilbúin að standa að ytra mati á báðum grunnskólum Odda bs. nú á vorönn í samvinnu við Odda bs. Áætlaður kostnaður sem myndi falla á Odda bs. er 1 m. kr auk ferðakostnaðar matsmanna. Reiknað er með að sá kostnaður rúmist innan sameiginlegs kostnaðar í fjárhagsáætlun Odda bs. Þeir þrír matsþættir sem verða þungamiðjan í matinu eru: (1) Stjórnun, (2) nám og kennsla, (3) vinnubrögð við innra mat. Einnig er gert ráð fyrir að skóli, skólaráð eða sveitarfélag geti komið fram með óskir um að matsteymi skoði sérstaklega einhvern fjórða þátt í starfi viðkomandi skóla og er tillaga um að taka fyrir skólabrag. Þá er tillaga um að fela ÁS að semja um verkefnið á fyrrgreindum forsendum.



Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um námsvist

1612042

Umsókn frá Akureyrarbæ um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2017
Fært í trúnaðarmálabók.

4.Erindi vegna leikskólavistar í öðru sveitarfélagi

1701023

Fyrirspurn vegna leikskólaplássa.
Fært í trúnaðarmálabók.

5.Afskriftir eldri krafna

1701014

Útistandandi kröfur frá Leikskólanum Laugalandi (eldri kt.)
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Rannsókn á vegum HÍ - ósk vegna spurninglista

1612005

Helga Heiðdís Sölvadóttir sálfræðinemi óskar eftir leyfir til að mega leggja spurningalista fyrir foreldra grunnskólabarna í 1-7 bekk.
Lagt fram erindi frá Helgu Heiðdísi Sölvadóttur sálfræðinema sem óskar eftir að fá að leggja fram spurningalista fyrir foreldra grunnskólabarna í 1-7 bekk. Leitað hefur verið álits persónuverndar og siðanefndar Háskóla Íslands og er ekki gerð athugasemd af þeirra hálfu. Tillaga er um að stjórn Odda geri ekki athugasemd við að slík könnun sé lögð fyrir.



Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 12:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?