12. fundur 27. febrúar 2017 kl. 10:00 - 12:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gegnið var til dagskrá fór Ágúst Sigurðsson yfir nokkur atriði sem eru í vinnslu eða til skoðunar á vegum Odda bs. Einnig sátu fundinn undir lið 1. Klara Viðarsdóttir og lið 2. Edda Antonsdóttir forstöðumaður Skólaþjónustunnar.

1.Rekstraryfirlit Oddi 20022017

1702036

Yfirlit um rekstur ársins 2016 og það sem af er 2017.
Farið var yfir rekstur Odda bs það sem af er árinu 2017. Einnig var farið yfir niðurstöðu rekstrar ársins 2016 en endurskoðun þeirra reikninga er nú hafin.

2.Niðurstöður PISA í Rangárvalla-, og V-Skaftafellssýslum

1702010

Niðurstöður úr PISA-könnuninni frá árinu 2015 fyrir skólana fimm á starfssvæði Skólaþjónustu Rang og V-Skaft. PISA-rannsóknin er alþjóðleg rannsókn sem framkvæmd er á þriggja ára fresti og metur breytingar á frammistöðu nemenda og stöðu þeirra við lok skyldunáms.
Edda Antonsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna kynnti samanburð á niðurstöðum PISA-könnunar 2015 og 2012. Í ljós kemur að miklar framfarir hafa orðið hjá þeim skólum sem tilheyra starfssvæði skólaþjónustunnar og liggur meðaltalið fyrir skólana hærra en bæði landsmeðaltal og meðaltal OECD í öllum greinum. ÁS falið að óska eftir því hjá Menntamálastofnun að fá senda niðurstöðu fyrir grunnskóla Odda bs sérstaklega.

3.Aðgerðaráætlun vegna bókunar í kjarasamningi grunnskólakennara

1702050

Í kjarasamningum 2014 voru gerðar breytingar á starfsumhverfi kennara og vinnumat innleitt í grunnskólum. Ákveðið var með nýjum samningi að fara yfir framkvæmdina ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla.
Kynnt áætlun varðandi bókun 1. í nýjum kjarasamningi grunnskólakennara en þar er gert ráð fyrir að sveitarfélögum ásamt fulltrúum kennara í hverjum skóla sé falið að fara yfir framkvæmd innleiðingar á nýju vinnumati frá 2014. Í samráði við skólastjóra Odda bs hefur þessi vinna verið undirbúin og kennarar hafa valið sína fulltrúa. Fundir eru fyrirhugaðir á næstu vikum og gert ráð fyrir að skila sameiginlegri greinargerð sveitarfélaganna sem standa að Odda bs fyrir tilsettan tíma, 1. júní n.k., til samstarfsnefndar samingsaðila. ÁS og NJ falið að vinna áfram að þessu máli í samráði við skólastjóra.

4.Verkefnaáætlun stjórnar Odda 2016-2017

1609014

Minnisblað um Húsvörslu.
ÁS kynnti minnisblað varðandi fyrirkomulag húsvörslu hjá skólum Odda bs. Ekki er talin ástæða til að breyta mikið því fyrirkomulagi sem verði hefur nema hvað skilgreina þarf nákvæmar hvert vinnuframlag húsvarða er gagnvart leikskólunum. Jafnframt er ástæða til að samræmis sé gætt hvað varðar kostnaðarskiptingu. Einnig er ástæða til að skerpa á starfslýsingum enda hefur hlutverk húsvarðar að mörgu leyti breyst frá því sem áður var. ÁS falið að ganga eftir þessu við skólastjóra.

5.Kjaramál kennara við tónlistarskóla

1702037

Miðlunartillaga samþykkt hjá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Lagt fram til kynningar.

6.Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017

1702039

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 og framhaldsskólakynnningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Nýr námsmatskvarði

1702038

Innleiðing á nýjum námsmatskvarða.
Lagt fram til kynningar.
Að lokinni dagskrá var farið í heimsókn í Leikskólann Heklukot þar sem m.a. var snæddur hádegisverður.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?