13. fundur 30. mars 2017 kl. 12:00 - 15:45 Laugalandi
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Formaður lagði til að við bættist liður 4. Erindi um húsnæðismál - frá skólastjóra Laugalandsskóla.

1.Skólaheimsókn - Laugalandsskóli

1703057

Sigurjón Bjarnason skólastjóri Laugalandsskóla tók á móti stjórn Odda bs og sýndi búnað og aðstöðu skólans. Reiknað er með að á næsta fundi sem áætlaður er mánudaginn 3. apríl verði Leikskólinn á Laugalandi heimsóttur.

2.Leikskólapláss - erindi frá foreldrum

1703056

Erindi frá foreldrum leíkskólabarna við leikskólann á Laugalandi.
Lagt fram erindi varðandi biðlista á leikskólanum á Laugalandi þar sem fram koma áhyggjur foreldra varðandi að húsnæði leikskólans anni ekki þeim fjölda barna sem þurfa á leikskólaplássi að halda. Stjórn Odda bs er meðvituð um vandann og vinnur að lausnum. Nú standa yfir heimsóknir stjórnar í skólana og verður erindið áfram til umfjöllunar á næsta fundi Odda bs. mánudaginn 3. apríl n.k. ÁS falið að kalla eftir nýjum listum yfir núverandi og væntanlega nemendur fyrir þann fund.

3.Kostnaðarþáttaka foreldra - Erindi til stjórnar

1703058

Vegna kostnaðarþátttöku foreldra við árshátíð.
Lagt fram erindi frá foreldrum útskriftarnema í Laugalandsskóla um fjáröflun vegna útskriftarferðar. ÁS falið að afla frekari upplýsinga frá skólastjórum grunnskólanna varðandi fyrirkomulag þessara mála og leggja fyrir næsta fund.

4.Erindi um húsnæðismál - frá skólastjóra

1703064

Lagt fram erindi til kynningar frá skólastjóra Laugalandsskóla um húsnæðismál.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?