14. fundur 03. apríl 2017 kl. 12:00 - 17:10 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Elín Grétarsdóttir varamaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Formaður lagði til að við bættist liður 6. Nemendur Odda bs 2016-2017. Það var samþykkt. Klara Viðarsdóttir tók þátt í fundinum undir liðum 2 og 3 og Sigurjón Bjarnason sat fundinn undir lið 5.

1.Skólaheimsóknir 2017

1703057

Heimsókn stjórnar Odda í leikskólann á Laugalandi, skoðun á búnaði og aðstöðu.
Sigrún B. Benediktsdóttir skólastjóri Leikskólans á Laugalandi tók á móti stjórn Odda bs og sýndi búnað og aðstöðu skólans og kynnti skólastarfið.

2.Ársreikningur Odda bs 2016

1703050

Ársreikningur Odda bs fyrir árið 2016 lagður fram til staðfestingar.
Lagður fram Ársreikningur Odda bs fyrir árið 2016 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Heildarkostnaður við rekstur Odda bs á árinu 2016 var 772,2 millj. Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna samkvæmt samningi þeirra á milli.

3.Rekstraryfirlit Oddi 27032017

1703049

Yfirlit um rekstur Odda bs jan-febrúar 2017.
Farið var yfir helstu rekstrartölur í Odda bs eftir fyrstu tvo mánuði ársins.

4.Leikskólapláss - erindi frá foreldrum

1703056

Erindi frá foreldrum leíkskólabarna við leikskólann á Laugalandi.
Í ljósi þess að börnum er að fjölga sem þurfa á leikskólaplássi að halda er tillaga um að sveitarstjórar aðildarsveitarfélaganna í samráði við skólastjóra leik- og grunnskólanna á Laugalandi greini möguleika til endurröðunar innanhúss með það að markmiði að opna nýja leikskóladeild. Tillögur að útfærslu og kostnaðarmat liggi fyrir sem fyrst og verði lagt fram á næsta fundi Odda bs.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

5.Kostnaðarþátttaka foreldra - Erindi til stjórnar

1703058

Vegna kostnaðarþátttöku foreldra við árshátíð.
Sigurjón Bjarnason skólastjóri kom til fundar við stjórn Odda og skýrði út hvernig kostnaðarþátttöku foreldra við árshátíð og skólaferðalag er háttað. Fyrirkomulagið verður með óbreyttum hætti í ár en kostnaðarhlutdeild foreldra verði skoðuð fyrir næsta skólaár.

6.Nemendur Odda 2016-2017

1704005

Yfirlit um nemendur í grunn- og leikskólum hjá Odda bs.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?