15. fundur 16. maí 2017 kl. 09:00 - 13:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Heimir Hafsteinsson undir lið 3.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 15052017

1705031

Yfirlit um rekstur janúar til apríl. Gögn vegna rekstrar ársins 2016.
Farið yfir rekstur Odda bs fyrstu 4 mánuði ársins. Einnig var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2016 og greiningar sem gerðar hafa verið. ÁS/KV falið að gera nokkrar greiningar til viðbótar og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

2.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017

1701015

Skýrslur um ytra ytra mat á Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla lagðar fram til kynningar.
Lagðar fram til kynningar skýrslur um ytra mat fyrir Grunnskólann á Hellu og Laugalandsskóla. Ákveðið að óska eftir ítarefni frá úttektaraðilum og eiga síðan sameiginlegan fund með skólastjórum þar sem farið væri í gegnum skýrslurnar og niðurstöður þeirra. Miðað við að næsti fundur Odda bs verði þann 31. maí n.k.

3.Leikskólinn Laugalandi - ný deild

1704044

Undirbúningur fyrir opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi.
HH kom til fundar og greindi frá undirbúningi á opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi. Undirbúningur miðar við að ný leikskóladeild opni í haust í s.k. Miðgarði og fyrrum skrifstofurými Holta- og Landssveitar. Gera má ráð fyrir að framkvæmdakostnaður við að opna nýja deild nemi allt að 10 m. króna. HH/ÁS munu senda á stjórnina uppfærða kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdirnar um leið og málin skýrast betur.

Stjórn Odda bs. áætlar að ný leikskóladeild verði opnuð 1. september n.k. og leggur til að Húsakynnum bs verði falið að sjá um þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að svo megi verða.

4.Skólaheimsóknir 2017

1703057

Heimsókn stjórnar Odda í Grunnskólann á Hellu, skoðun á búnaði og aðstöðu.
Stjórnin fór í heimsókn í Grunnskólann á Hellu og skoðaði aðstöðu og búnað með Sigurgeiri skólastjóra og hans fólki.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?