16. fundur 31. maí 2017 kl. 16:00 - 19:00 í Námsveri Miðjunnar á Hellu
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inese Kuciere Valsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlína Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Halldóra Valgerður Steinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rán Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson frkv.stj. Odda bs.
Einnig sátu fundinn Særún Sæmundsdóttir, Thelma María Marinósdóttir og Reynir Daníel Gunnarsson.

1.Skóladagatöl 2017-2018

1610045

Skóladagatöl næsta skólaárs lögð fram til samþykktar.
Skólastjórar kynntu skóladagatöl fyrir næsta skólaár. Fundurinn beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að leitast verði við að skólasamkomum með þátttöku foreldra sé að öllu jöfnu lokið fyrir kl. 20:00. Haft verði samráð við foreldrasamfélögin um þetta.

Skóladagatölin borin undir fundinn og samþykkt samhljóða.

2.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017

1701015

Skýrslur um ytra mat á grunnskólum Odda bs.
Menntamálastofnun í samvinnu við Odda bs. hefur nú lokið ytra mati á grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla. Úttektaraðilar hafa lagt fram skýrslur fyrir hvorn skóla um sig auk sérstakrar samantektar á helstu niðurstöðum. Úttektarskýrslurnar verða nú birtar á heimasíðum sveitarfélaganna og skólanna og starfsmenn og foreldrar hvattir til að kynna sér efni þeirra. Í úttektarskýrslunum koma fram margar gagnlegar ábendingar sem verða nú teknar til skoðunar í hvorum skóla fyrir sig og er því beint til skólanna að greina þessi atriði og hrinda umbótum í framkvæmd. Almennt má segja að niðurstaða ytra matsins er einstaklega ánægjuleg fyrir báða grunnskólana og sannarlega ástæða til að óska skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og íbúum til hamingju með frábært skólastarf sem einkennist af skólabrag til algjörrar fyrirmyndar.

3.Endurskoðun skólastefnu 2017

1702001

Árleg eftirfylgni við Skólastefnuna og undirbúningur fyrstu reglubundnu endurskoðunar hennar.
3.1 Eftirfylgni við skólastefnu
Skólastjórnendur fóru yfir þau atriði sem skólastefna Odda bs. gerir ráð fyrir að séu tekin fyrir í lok skólaársins. Særún Sæmundsdóttir kynnti fyrirkomulag og niðurstöður innra mats hjá Grunnskólanum á Hellu og Thelma María Marinósdóttir fór yfir innra mat Laugalandsskóla. Þá greindi Sigurjón Bjarnason frá árangri við lestrarþjálfun við Laugalandsskóla. Auður Erla Logadóttir fór yfir innra mat og atriði til eftirfylgni hjá Heklukoti. Sigrún B. Benediktsdóttir og Hafdís Ásgeirsdóttir fóru yfir stöðu mála hjá Leikskólanum á Laugalandi.

3.2 Reglubundin endurskoðun á skólastefnunni
Skólastefna Ásahrepps og Rangárþings ytra var samþykkt árið 2016 en í henni er gert ráð fyrir að endurskoðun fari fram annað hvert ár og í fyrsta sinn í lok skólaárs 2017. Ekki þykir ástæða til að gera breytingar á skólastefnunni að sinni.


4.Ársreikningur Odda bs 2016

1703050

Lykiltölur úr rekstri ársins 2016 sem er fyrsta rekstrarár Odda bs.
Lagt fram til kynningar

5.Leikskólinn Laugalandi - ný deild

1704044

Undirbúningur fyrir opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi.
ÁS greindi frá undirbúningi fyrir opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?