17. fundur 25. september 2017 kl. 14:30 - 17:00 í fundarsalnum Heklu í Miðjunni
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn undir liðum 1 og 2 Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 21092017

1709023

Yfirlit um rekstur jan-ágúst
Farið var yfir rekstur Odda bs. janúar-ágúst.

2.Leikskólinn Laugalandi - ný deild

1704044

Upplýsingar vegna opnunar nýrrar deildar, kostnaður ofl.
Búið er að opna nýja leikskóladeild á Laugalandi. Stefnt er að lokafrágangi í desember þ.m.t. nýjum inngangi. Lagðar fram kostnaðartölur við framkvæmdir sem standa í 11.3 m. Ákveðið að óska eftir nákvæmri sundurliðun á framkvæmdinni og samanburði við upphaflega áætlun.

3.Rekstraráætlun 2018 - Oddi bs

1709025

Undirbúningur fjárhagsáætlunar, gjaldskrármál og aðrar forsendur.
Umræður um gjaldskrármál og undirbúning rekstraráætlunar. Reiknað er með að drög rekstraráætlunar liggi fyrir á næsta fundi sem áætlaður er 23 október.

4.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs

1709030

Erindi frá skólabílstjórum
Tekið fyrir erindi frá skólabílstjórum hjá Odda bs. sem telja að endurskoða þurfi taxta fyrir skólaakstur. Formanni ásamt sveitarstjórum falið að hitta bílastjórana við fyrsta tækifæri. Jafnframt er ÁS falið að finna til gögn um aksturstaxta og -samninga hjá nágrannasveitarfélögum og leggja fyrir næsta fund Odda bs.

5.Nemendur Odda 2017-2018

1709024

Yfirlit um nemendur hjá skólum Odda bs skólaárið 2017-2018
Lagðir fram til kynningar listar yfir skráða nemendur í öllum skólum Odda bs haustið 2017. Fjöldi nemenda er sem hér segir:
Leikskólinn á Laugalandi: 39
Leikskólinn Heklukot: 66
Grunnskólinn á Hellu: 130
Grunnskólinn á Laugalandi: 76

6.Viðbragðsáætlun leikskólanna

1705046

Leikskólastjórnendur á svæði Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu hafa sett sér viðbragðsáætlun þegar fáliðað er á leikskólunum.
Lagt fram til kynningar.

7.Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi - frá leikskóla til háskóla

1709029

Persónuvernd boðar til málþings í samstarfi við Háskóla Íslands í Háskólabíói 9. nóvember n.k. kl. 15:00. Yfirskrift málþingsins er: Persónuvernd í íslensku skólasamfélagi - frá leikskóla til háskóla.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?