Formaður lagði til að við dagskránna bættist liður 11 - Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla. Það var samþykkt samhljóða.
1.Rekstraryfirlit 20102017
1709034
Yfirlit um rekstur Odda bs janúar-september ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram yfirlit um rekstur Odda bs. fram til loka september 2017. Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun Odda bs 2017. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sem áætlaður er 13 nóvember kl. 9:00
2.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs
1709030
Erindi frá skólabílstjórum
Lögð fram greining á kostnaði við skólaakstur hjá sveitarfélögum á suðurlandi í sambanburði við kostnað hjá Odda bs. Ljóst er að skólabílstjórar Odda bs. hafa dregist nokkuð aftur úr þar sem miðað hefur verið við vísitölu neysluverðs og ekki tekið tillit til launavísitölu eins og flest sveitarfélögin gera. Tillaga er um bjóða skólabílstjórum að frá ágúst 2017 verði breytt yfir í 70% neysluverðsvísitöla með undirvísitölu rekstur bifreiða og 30% launavísitölu og miða við vísitölur frá ágúst 2016. Kostnaðarauki vegna þessarar leiðréttingar er áætlaður 1.3 m. og rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2017.
3.Rekstraráætlun 2018 - Oddi bs
1709025
Undirbúningur fjárhagsáætlunar - fundað með skólastjórum.
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Fundað með skólastjórum varðandi rekstur og fjárfestingar næsta árs. Frekari umfjöllun um fjárhagsáætlun frestað til næsta fundar.
4.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017
1701015
Vinna þarf tímasetta áætlun um hvernig brugðist verði við tillögum og ábendingum úr ytra mati fyrir 25 október nk.
Skólastjórar grunnskólanna lögðu fram til kynningar og umræðu tímasetta áætlun um hvernig brugðist verður við tillögum og ábendingum úr ytra mati.
5.Mannauðsmál skólanna
1610046
Í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun/endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar grunn,- leik og tónlistarskóla fóru yfir mannauðsmálin, kynntu fjölda kennara og nemenda og greindu frá stöðunni hvað varðar starfsþróun og endurmenntun. Skólastjórarnir lögðu fram gögn um þessi mál sem fylgja með fundargerðinni.
6.Viðbragðsáætlun leikskólanna
1705046
Til kynningar og staðfestingar.
Viðbragðsáætlun leikskólanna vegna manneklu var lögð fram og staðfest samhljóða. Jafnframt var ályktað að taka þyrfti fram í gjaldskrá Odda bs. hvernig haga skuli afslætti á leikskólagjöld í þeim tilfellum sem áætluninni er beitt.
7.Erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla
1710029
Erindi um bílastæðamál, aðalfundur félagsins.
Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla um kostnað við árshátið og fyrirkomulag á ferðasjóði. Samþykkt að visa erindinu til skólastjóra til úrlausnar í samráði við foreldrafélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn foreldrafélags leikskólans á Laugalandi, sem einnig var tekið undir á aðalfundi foreldrafélags Laugalandsskóla, um öryggismál á bílastæði á Laugalandi.
Tekið er undir áhyggjur foreldrafélaganna og brýnt að bæta úr öryggismálum við skólana eins og frekast er kostur. Lagt er til að stjórn Odda bs fjalli um málið á næsta fundi sínum og finni lausnir.
Tekið er undir áhyggjur foreldrafélaganna og brýnt að bæta úr öryggismálum við skólana eins og frekast er kostur. Lagt er til að stjórn Odda bs fjalli um málið á næsta fundi sínum og finni lausnir.
8.Aðstaða og búnaður skólanna
1610047
Árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar fóru yfir atriði sem lúta að búnaði og aðstöðu skólanna og þeir hafa lagt fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs hjá Odda bs.
9.Námsskrá fyrir Heklukot
1709040
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 á hver leikskóli á að búa til námskrá sem unnið er eftir. Námsskrá Heklukots frá 2014 hefur nú verið endurskoðuð.
Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri lagði fram og kynnti endurskoðaða námskrá fyrir Heklukot og var hún staðfest samhljóða.
10.Skólaþing 2017 - "Á ég að gera það"
1710030
Skólaþing 6 nóvember 2017 á Hótel Nordica
Lagt fram til kynningar.
11.Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla.
1710034
Staða barna í leikskólum landsins og skýrsla OECD.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:15.