20. fundur 22. janúar 2018 kl. 10:30 - 13:20 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Uppgjör vegna breytinga á málefnum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú)
Lögð fram drög að uppgjöri lífeyrisskuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðnum Brú sem standa þarf skil á fyrir miðjan febrúar. Stjórn Odda bs. gengur út frá því að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að gera upp þessar skuldbindingarnar. Ákveðið að leita til endurskoðanda byggðasamlagsins varðandi útfærslu á innbyrðis skiptingu milli sveitarfélaganna. ÁS falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund Odda bs sem ráðgerður er föstudaginn 9. febrúar kl. 13:00.

2.Erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla

1710029

Erindi um skólabíla og gólf íþróttahúss auk fundargerðar frá stjórnarfundi félagsins.
2.1 Erindi vegna skólabíla.
Tillaga er um að stjórn Odda bs. óski eftir greinargerð frá skólastjórum varðandi öryggismál í skólabílum og ferðatíma nemenda, jafnframt upplýsingar um frávik frá reglum þar um á þessu skólaári. Greinargerðir verði lagðar fram á næsta fundi byggðasamlagsins sem áætlaður er 9. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða.

2.2 Niðurstöður könnunar um árshátíð og skólahald kynntar.
Til kynningar.

2.3 Umræður vegna íþróttahúss á Laugalandi.
Tillaga um að óska eftir því við Húsakynni bs. að meta ástand og viðhaldsþörf gólfs íþróttahússins.

Samþykkt samhljóða.

Undir þessum lið var einnig fjallað um umferðaröryggismál (7. liður síðasta fundar Odda bs.). Skólastjórnendur á Laugalandi hafa hrundið í framkvæmd áætlun til eflingar umferðaröryggis við skólahúsið sbr. meðfylgjandi greinargerð.

3.Persónuvernd - ný lög 2018

1801023

Efni varðandi innleiðingu nýrra laga um persónuvernd.
Rætt um innleiðingu hinna nýju laga um persónuvernd. Stjórn Odda bs leggur til að þessi mál verði unnin í samstarfi sveitarfélaganna á starfssvæði félags- og skólaþjónustu Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu.

4.Rekstraráætlun 2018 - Oddi bs

1709025

Minnisblað
Lagt fram minnisblað varðandi samning við HSU og kostnað vegna skóladagheimils.

Lagt er til við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að fundað verði með forstjóra HSU þar sem farið yrði yfir reynslu af þjónustusamningi við HSU og heilsugæslumál almennt.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?