21. fundur 09. febrúar 2018 kl. 13:00 - 15:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Elín Grétarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Uppgjör lífeyrismála - Brú

1801005

Útfærsla á innbyrðis skiptingu milli sveitarfélaganna.
Fyrir liggur skipting á framlögum til lífeyrissjóðsins Brúar fyrir Odda bs. og eldri stofnanir. Tillaga er um að Oddi bs taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir sínum hluta af upphæðinni en hlutur eldri stofnana þ.e. Laugalandsskóla og Leikskólans á Laugalandi greiðist beint af sveitarfélögunum. Innbyrðis skipting milli sveitarfélaga gagnvart uppgjöri eldri stofnana skal miðast við meðaltal skiptihlutfalls áranna 2002-2015. Innbyrðis skipting milli eigenda Odda bs. tekur mið af skiptihlutfalli eins og það er á hverjum tíma en skv. stofnsamningi er miðað við fjölda nemenda og barnígilda þann 1. október ár hvert.

Samþykkt samhljóða.

2.Rekstraryfirlit Odda bs 07022018

1802007

Yfirlit um rekstrarárið 2017
Lagt fram til kynningar.

3.Öryggismál í skólabílum

1802005

Greinargerð frá skólastjórum varðandi öryggismál í skólabílum og ferðatíma nemenda, jafnframt upplýsingar um frávik frá reglum þar um á þessu skólaári.
Lagðar fram upplýsingar frá skólastjórum um skólaakstur.

4.Kostnaðarþátttaka vegna skemmtana og viðburða

1802006

Greinargerð frá skólastjórum varðandi kostnað heimila vegna þátttöku í skemmtunum og viðburðum í skólunum
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?